Innlent

Átök hafin í Aleppo

Frá Aleppo í gær.
Frá Aleppo í gær. mynd/AP
Orrustan um Aleppo, stærstu borg Sýrlands, er hafin. Stjórnarhermenn hafa nú hafið gagnsókn sína gegn uppreisnarmönnum Frelsishers Sýrlands en þeir hafa hertekið stór svæði borgarinnar.

Fregnir af átökunum eru óljósar en samkvæmt stjórnarandstæðingum féllu margir í borginni í nótt. Þá eru stjórnarhermennirnir sagðir beita fótgönguliðum, þungavopnum og orrustuþyrlum.

Sameinuðu Þjóðirnar og fjöldi þjóðarleiðtoga óttast mikið blóðbað og er talið að fjöldamorð séuyfirvofandi. Fjölmiðlar í Sýrlandi segja að uppreisnarmennirnir hafi einblínt á að hertaka Aleppo eftir að hafa mistekist í Damaskus, höfuðborg Sýrlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×