Innlent

Slökkviliðið ræst vegna gufu úr ræsum

BBI skrifar
Allt tiltækt slökkvilið var ræst um fjögur leytið í nótt vegna tilkynningar um reyk og reykjarlykt á Héðinsgötu. Þegar fyrstu dælubílar mættu á staðinn kom þó á daginn að um var að ræða gufu úr brunnlokum og ræsum á svæðinu. Engin hætta var á ferðum og því var liðinu öllu snúið við.

Annars var nóttin tíðindalítil hjá slökkviliði en aftur á móti töluverður erill í sjúkraflutningum. Samtals voru slík útköll 36.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×