Innlent

Aukinn stuðningur við fatlaða í Hinu Húsinu

BBI skrifar
Mynd/GVA
Borgarráð samþykkti fyrir helgi að veita 10,8 milljónir til starfsemi fyrir fatlaða framhaldsskólanemendur í Hinu Húsinu. Viðvera verður lengd og reynt að mæta þörfum allra fatlaðra framhaldsskólanema að fullu.

Frístundastarfið, sem samþykkt var samkvæmt tillögum ÍTR, mun hefjast 20. ágúst næstkomandi og starfa allt árið.

Um leið ákvað borgarráð að fela ÍTR og Velferðarsviði að móta tillögur til framtíðar að heilstæðri frítímaþjónustu í Reykjavík fyrir fatlaða framhaldsskólanema. Tillögurnar á að leggja fram við gerð fjárhagsáætlunar árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×