Innlent

Sér fyrir endann á vatnsskorti

BBI skrifar
Snorralaug er í Reykholti.
Snorralaug er í Reykholti. Mynd/Valur
Framkvæmdir við nýja vatnsveitu fyrir Reykholt og Kleppjárnsreyki í Borgarfirði verða boðnar út um helgina. Með framkvæmdunum vonast menn til að sjái fyrir endann á þeim erfiðleikum sem hafa verið í vatnsveitu á svæðinu.

Í þurrkatíðinni í sumar hefur vatnsveitan verið í ólestri og þurft hefur að aka neysluvatni á tankbílum í Reykholt. Eftir ítarlega leit að vatnsbóli fyrir svæðið hefur verið ákveðið að virkja vatnsból við mynni Rauðsgils og leggja 4,4 km langa aðveitulögn þaðan til Reykholts.

Nýja vatnsbólið á eitt og sér að geta fullnægt þörfum íbúa á svæðinu. Öll leyfi vegna framkvæmdarinnar liggja nú fyrir og verkútboð verður auglýst um helgina. Ef allt gengur að óskum getur framkvæmdum verið lokið um áramótin næstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×