Innlent

Lögreglan fylgist með hraðakstri úr þyrlu

BBI skrifar
Mynd/Vilhelm
Lögreglumenn flugu með þyrlu Landhelgisgæslunnar um Suðurland í gær og höfðu eftirlit með umferð úr lofti. Afskipti voru höfð af sex ökumönnum sem óku of hratt.

Í gær, föstudag, áttu rúm tólf þúsund ökutæki leið um Suðurlandsveg við Ingólfsfjall. Eins og áður var mest álagið síðdegis. Umferðin gekk vel og án nokkura óhappa.

Embætti lögreglustjórans á Selfossi er afar þakklátt Landhelgisgæslunni og starfsmönnum hennar sem að þessu koma fyrir frábært samstarf sem hefur þróast með þessu verkefni. Lögreglumenn eru vissir um að eftirlitið hafi, ásamt öðru, dregið úr utanvegaakstri og vonandi hraðakstri á fáfarnari vegaköflum þar sem ökumenn eiga síður von á að lögreglumenn séu á ferð. Áhafnir þyrlanna og lögreglumenn nota hvert tækifæri til að stilla saman strengi og ná upp og viðhalda færni við þyrlueftirlitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×