Innlent

Tæplega byggilegt við Ísafjarðardjúp vegna tófu

BBI skrifar
Mynd/Vilhelm
Bóndi á Laugabóli við Ísafjarðardjúp hefur misst nákvæmlega 173 lömb í gin tófunnar á sex árum. Hún skilur ekki af hverju er verið að vernda jafngrimmt dýr og tófuna.

Ragna Aðalsteinsdóttir var í viðtali við Bændablaðið fyrir helgi. Hún stendur enn vaktina á býlinu þó 87 ára sé orðin og eigi erfitt um gang eftir að hafa fótbrotnað í tvígang. Hún segir tæplega mögulegt að búa á svæðinu því refurinn sé að leggja allt í eyði.

Hún segir afleitt að refaskyttur megi ekki veiða nema takmarkaðan fjölda refa og á ákveðnum svæðum. „Ég ætla bara rétt að vona að við göngum aldrei í Evrópusambandið þar sem bannað er að drepa refi," segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×