Innlent

Jóhannes segir mikilvægt að gefa

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Löng röð myndaðist fyrir utan matvöruverslunina Iceland í Kópavogi í dag. Kaupmaðurinn sjálfur, Jóhannes Jónsson, opnaði dyr verslunarinnar í fyrsta sinn og fékk að launum heillaóskir og blómagjafir.

Það má segja að það hafi verið létt yfir verslunargestum þegar Iceland opnaði í Engihjalla í dag. Jóhannes ávarpaði fólkið og þakkaði þeim stuðninginn. Hann lofaði að nýta áratuga reynslu sína af verslunarrekstri til að reka verslunina með sóma.

Kúnnarnir hröðuðu sér síðan inn í verslunina. Jóhannes tók í höndina á verslunargestum og fékk að launum blómagjafir.

„Þú getur ímyndað þér hvað manni hlýnar um hjartaræturnar þegar maður fær svona móttökur. Síðan á náttúrulega eftir að koma í ljós hvernig fólk upplifir þetta," segir Jóhannes.

Jóhannes styrkti síðan Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklina og Skátahreyfinguna, um milljón krónur. Hann segir samfélagsvitund vera nauðsynlegan lið í verslunarrekstri.

„Ég hef alla tíð, frá því að við opnuðum Bónus, látið eitthvað af hendi rakna. Ég held því fram að ef maður gefur ekkert þá fái maður ekkert," segir Jóhannes.

En hvernig leist verslunargestum á nýju búðina?

„Þetta er stórkostleg verslun, bara alveg glæsileg," sagði Svanhvít Hallgrímsdóttir

„Mér finnst hún mjög áhugaverð. Og þetta framtak hjá honum er alveg frábært," sagði Erla Jónsdóttir.

„„Þetta er alveg jóa-style. Og ég treysti honum alveg til að reka matvöruverslun," sagði Steinar Júlíusson.

„Ég óska honum Jóni til hamingju með þetta framtak. Hann stóð sig vel með Bónus og á örugglega eftir að standa sig vel með Iceland," Össur Valdimarsson.


Tengdar fréttir

Fólk mætti með blóm fyrir Jóhannes

Fólk mætti með blómvendi og rósir fyrir Jóhannes Jónsson þegar hann opnaði nýju matvöruverslunina Iceland í morgun. Fjölmenni var komið saman og beið fyrir utan þegar verslunin opnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×