Gat keypt hálfan dal án leyfis en hefði þurft undanþágu í Danmörku Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júlí 2012 19:12 Sænskur kaupsýslumaður gat keypt þrjár og hálfa jörð í Langadal við Ísafjarðardjúp án sérstaks leyfis, ólíkt Kínverjanum Huang Nubo. Hefðu svipaðar lagareglur gilt hér og í Danmörku um búsetu hefði Svíinn þurft undanþágu stjórnvalda. Ágreiningur um langtímaleigu kínverska fjárfestisins Huang Nubos á Grímsstöðum á Fjöllum hefur enn á ný vakið spurningar um hvort breyta þurfi lögum um fjárfestingu útlendinga í fasteignum hér á landi, þ.e jörðum og landi. Sex sveitarstjórnir á Norðausturlandi vilja í raun leppa kaup Kínverjans Nubo með því að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum og leigja honum gegn staðgreiðslu leiguverðsins, en staðgreiðsluna á einmitt að nota í kaupin á jörðinni. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, varpar fram áleitnum spurningum um þessi mál í vikulegum pistli í Fréttablaðinu í dag. Þorsteinn spyr hvort endurskoða þurfi reglur um fjárfestingu útlendinga í fasteignum hér á landi. Þorsteinn segir kjarna málsins að reglurnar séu of þröngar og undanþágur byggi um of á frjálsu mati eða geðþótta. Eðlilega væri að rýmka reglurnar vegna þess að peningar utan evrópska efnahagssvæðisins séu ekki í eðli sínu verri en evrópskir. Hins vegar væri skynsamlegt að binda erlenda fjárfeestingu á landi skilyrðum um búsetu á Íslandi og að hún hafi staðið í tiltekinn tíma áður en kaup séu gerð.Danir gera kröfu um búsetu Ef horft er til nágrannalandana gildir sú regla í Danmörku að sækja þurfa um leyfi til að kaupa fasteign þar í landi til dómsmálaráðuneytisins ef viðkomandi býr ekki í Danmörku og ef viðkomandi hefur ekki áður búið í Danmörku í fimm ár hið minnsta. Dönsku jarðalögin gera jafnframt kröfu um fasta búsetu á eigninni í átta ár. Síðast í gær var greint frá því sænskur kaupsýslumaður hefði keypt þrjár og hálfa jörð í Langadal, innst í Ísafjarðardjúpi. Þessi kaup þýða að Svíinn á nú um það bil hálfan dalinn. Hann keypti jarðirnar af félaginu Lífsvali, sem hafði runnið í faðm Landsbankans og þurfti hann hvorki að spyrja kóng né prest um leyfi. Í krafti þjóðernis og búsetu innan EES-svæðisins gat Svíinn keypt þessar jarðir. Ef fyrrnefnd regla hefði verið í gildi, um lágmarks búsetu til til dæmis fimm ára eða átta ára þegar jarðir eru annars vegar, eins og í Danmörku, hefði hann þurft að sækja um sérstaka undanþágu til innanríkisráðuneytisins. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, lýsti þeirri afstöðu sinni í viðtölum fyrr á þessu ári að endurskoða þyrfti lagaramma utan um fasteignakaup útlendinga hér á landi. Ekkert bólar hins vegar á þessari endurskoðun. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Sænskur kaupsýslumaður gat keypt þrjár og hálfa jörð í Langadal við Ísafjarðardjúp án sérstaks leyfis, ólíkt Kínverjanum Huang Nubo. Hefðu svipaðar lagareglur gilt hér og í Danmörku um búsetu hefði Svíinn þurft undanþágu stjórnvalda. Ágreiningur um langtímaleigu kínverska fjárfestisins Huang Nubos á Grímsstöðum á Fjöllum hefur enn á ný vakið spurningar um hvort breyta þurfi lögum um fjárfestingu útlendinga í fasteignum hér á landi, þ.e jörðum og landi. Sex sveitarstjórnir á Norðausturlandi vilja í raun leppa kaup Kínverjans Nubo með því að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum og leigja honum gegn staðgreiðslu leiguverðsins, en staðgreiðsluna á einmitt að nota í kaupin á jörðinni. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, varpar fram áleitnum spurningum um þessi mál í vikulegum pistli í Fréttablaðinu í dag. Þorsteinn spyr hvort endurskoða þurfi reglur um fjárfestingu útlendinga í fasteignum hér á landi. Þorsteinn segir kjarna málsins að reglurnar séu of þröngar og undanþágur byggi um of á frjálsu mati eða geðþótta. Eðlilega væri að rýmka reglurnar vegna þess að peningar utan evrópska efnahagssvæðisins séu ekki í eðli sínu verri en evrópskir. Hins vegar væri skynsamlegt að binda erlenda fjárfeestingu á landi skilyrðum um búsetu á Íslandi og að hún hafi staðið í tiltekinn tíma áður en kaup séu gerð.Danir gera kröfu um búsetu Ef horft er til nágrannalandana gildir sú regla í Danmörku að sækja þurfa um leyfi til að kaupa fasteign þar í landi til dómsmálaráðuneytisins ef viðkomandi býr ekki í Danmörku og ef viðkomandi hefur ekki áður búið í Danmörku í fimm ár hið minnsta. Dönsku jarðalögin gera jafnframt kröfu um fasta búsetu á eigninni í átta ár. Síðast í gær var greint frá því sænskur kaupsýslumaður hefði keypt þrjár og hálfa jörð í Langadal, innst í Ísafjarðardjúpi. Þessi kaup þýða að Svíinn á nú um það bil hálfan dalinn. Hann keypti jarðirnar af félaginu Lífsvali, sem hafði runnið í faðm Landsbankans og þurfti hann hvorki að spyrja kóng né prest um leyfi. Í krafti þjóðernis og búsetu innan EES-svæðisins gat Svíinn keypt þessar jarðir. Ef fyrrnefnd regla hefði verið í gildi, um lágmarks búsetu til til dæmis fimm ára eða átta ára þegar jarðir eru annars vegar, eins og í Danmörku, hefði hann þurft að sækja um sérstaka undanþágu til innanríkisráðuneytisins. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, lýsti þeirri afstöðu sinni í viðtölum fyrr á þessu ári að endurskoða þyrfti lagaramma utan um fasteignakaup útlendinga hér á landi. Ekkert bólar hins vegar á þessari endurskoðun. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira