Innlent

Maður stunginn við Borgartún

Ungur maður var stunginn við Borgartún fyrr í kvöld. Fjölmennt lið lögreglu var samstundis sent á vettvang.

Að sögn sjónarvotta lá maðurinn í Höfðatúninu eftir árásina. Eftir að lögregla kom á vettvang fóru fram handtökur í nágrenninu, m.a. í Miðtúni.

Enn liggur ekki fyrir hvort maðurinn er í alvarlegri hættu eða hver tildrög árásarinnar voru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×