Íslendingar óvenju hjátrúarfullir miðað við menntaðar þjóðir Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 29. júlí 2012 13:15 Mynd/Jean Didier Íslendingar eru ákaflega hjátrúafullir í samanburði við önnur menntuð þjóðfélög. Þá hafa Íslendingar orðið enn hjátrúafyllri eftir hrun. Þetta kemur fram í rannsókn doktors í sálfræði við Oxford háskóla. Fjóla Dögg Helgadóttir er doktor í klínískri sálfræði við Oxford háskóla. Hún hefur rannsakað svokallað hjátrúarhegðun þjóðfélaga en í samanburðarrannsókn sem gerð var árið 2007 kom til dæmis í ljós að að Íslendingar voru hjátrúarfyllri en Ástralir. Almennt sé minna um hjátrú hjá menntuðum þjóðfélögum. „En á Íslandi þá gengur það ekki upp. Þar er mjög menntað fólk en hjátrú mjög algeng," segir hún. Síðar bar hún gögnin frá árinu 2007 saman við samskonar rannsókn sína árin 2008 og 2009. „Og það sem kom í ljós var að hegðunin sem fylgir hjátrúnni, þ.e. ef þú trúir því að þú getir haft áhrif á eitthvað með því að banka í tréborð, fólk fór að gera það meira í kjölfar hrunsins," segir hún. Hún segir samskonar rannsóknir hafa leitt það sama í ljós í Bandaríkjunum og Þýskalandi á millistríðsárunum. Hún segir hins vegar sögu og menningu íslensku þjóðarinnar hugsanlega hafa áhrif á hjátrú landans. „Hvort það er vegna þess að við eigum enn miklar rætur í Íslendingasögurnar þar sem mikið er um hjátrú þá hefur það verið fundið að þjóðir sem búa við hættulegar aðstæður eins og að þurfa fara á sjó þar sem mikil hætta er á ofsveðri, þar er mikil hjátrú. Það gæti verið eitthvað þannig," segir hún. Hún segir að þegar fólk missi stjórn á ytri aðstæðum sé það líklegra til að grípa til hjátrúarinnar. „Fólk trúi meira á svona þegar því finnst það ekki hafa stjórn á því sem er að gerast. Þetta getur verið leið til að takast á við svona hluti. Það áhugaverða er að þetta var líka mikið þegar góðærið var árið 2007. Þá var þetta ekki endilega besta leiðin til að taka ákvörðun um hvað maður vill gera í lífinu. Það tekur mikla stjórn frá einstaklingnum að setja þetta til einhverja ytri afla," segir hún. Fjóla rekur nú fyrirtæki sem byggt er á doktorsverkefni hennar en það rekur tölvusálfræðing sem getur tekið óendanlega marga skjólstæðinga í meðferð á sama tíma. Þar reynir hún að brúa vilið á milli klínískrar sálfræði og gervigreindar. Nú er til dæmis hægt að sækja meðferð við félagsfælni hjá tölvusálfræðingnum og unnið er að meðferð við áráttu og þráhyggju. Finna má upplýsingar um tölvusálfræðinginn á www.AI-therapy.com. Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Íslendingar eru ákaflega hjátrúafullir í samanburði við önnur menntuð þjóðfélög. Þá hafa Íslendingar orðið enn hjátrúafyllri eftir hrun. Þetta kemur fram í rannsókn doktors í sálfræði við Oxford háskóla. Fjóla Dögg Helgadóttir er doktor í klínískri sálfræði við Oxford háskóla. Hún hefur rannsakað svokallað hjátrúarhegðun þjóðfélaga en í samanburðarrannsókn sem gerð var árið 2007 kom til dæmis í ljós að að Íslendingar voru hjátrúarfyllri en Ástralir. Almennt sé minna um hjátrú hjá menntuðum þjóðfélögum. „En á Íslandi þá gengur það ekki upp. Þar er mjög menntað fólk en hjátrú mjög algeng," segir hún. Síðar bar hún gögnin frá árinu 2007 saman við samskonar rannsókn sína árin 2008 og 2009. „Og það sem kom í ljós var að hegðunin sem fylgir hjátrúnni, þ.e. ef þú trúir því að þú getir haft áhrif á eitthvað með því að banka í tréborð, fólk fór að gera það meira í kjölfar hrunsins," segir hún. Hún segir samskonar rannsóknir hafa leitt það sama í ljós í Bandaríkjunum og Þýskalandi á millistríðsárunum. Hún segir hins vegar sögu og menningu íslensku þjóðarinnar hugsanlega hafa áhrif á hjátrú landans. „Hvort það er vegna þess að við eigum enn miklar rætur í Íslendingasögurnar þar sem mikið er um hjátrú þá hefur það verið fundið að þjóðir sem búa við hættulegar aðstæður eins og að þurfa fara á sjó þar sem mikil hætta er á ofsveðri, þar er mikil hjátrú. Það gæti verið eitthvað þannig," segir hún. Hún segir að þegar fólk missi stjórn á ytri aðstæðum sé það líklegra til að grípa til hjátrúarinnar. „Fólk trúi meira á svona þegar því finnst það ekki hafa stjórn á því sem er að gerast. Þetta getur verið leið til að takast á við svona hluti. Það áhugaverða er að þetta var líka mikið þegar góðærið var árið 2007. Þá var þetta ekki endilega besta leiðin til að taka ákvörðun um hvað maður vill gera í lífinu. Það tekur mikla stjórn frá einstaklingnum að setja þetta til einhverja ytri afla," segir hún. Fjóla rekur nú fyrirtæki sem byggt er á doktorsverkefni hennar en það rekur tölvusálfræðing sem getur tekið óendanlega marga skjólstæðinga í meðferð á sama tíma. Þar reynir hún að brúa vilið á milli klínískrar sálfræði og gervigreindar. Nú er til dæmis hægt að sækja meðferð við félagsfælni hjá tölvusálfræðingnum og unnið er að meðferð við áráttu og þráhyggju. Finna má upplýsingar um tölvusálfræðinginn á www.AI-therapy.com.
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira