Nauðsynlegt fyrir Íslendinga að líta á björtu hliðarnar Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 29. júlí 2012 21:02 Breskur rithöfundur segir það nauðsynlegt að Íslendingar horfi á björtu hliðarnar í heiminum þrátt fyrir efnahagskreppuna. Þjóðin standi betur að vígi en margar evrópuþjóðir. Matt Ridley er breskur rithöfundur og fyrrum vísindaritstjóri tímaritsins The Economist hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands á föstudag. Þar ræddi hann m.a. um skoðanir sínar sem birtast í nýjustu bók sinni The Rational Optimist. Hans helsti boðskapur er að mannkynið þurfi ekki að örvænta þrátt fyrir miklar efnahagsþrengingar. Framfarirnar séu enn örar. „Það er gott að vera uppi nú á tímum. Á ævi minni hefur barnadauði dregist saman um 30%, ævilengd hefur aukist um 30% og við höfum þrefaldað tekjur okkar. Þetta eru merkilegar tölur og ég held að þetta haldi áfram, því ég held því fram að einu hömlurnar séu framboðið á hugmyndum. Og þær eru ótæmandi," segir hann. Hann segir Íslendinga vissulega hafa lent í miklum erfiðleikum í hruninu en landið sé nú á réttri leið. „Ég held að þið hafið ýmsa kosti sem mörg evruríkjanna hafa ekki. Þið getið fellt gengið, sem er leið til að verða aftur samkeppnisfær. Ég held því að það sé í gegnum viðskipti sem lönd öðlast aftur velmegun, og leiðin til að auka viðskipti er að verða samkeppnishæf og Ísland er sennilega á réttri leið," segir hann. Matt segir því Íslendinga geta litið björtum augum til framtíðar. Horfa verði á heiminn í stærra samhengi en bara Evrópu. „Öðrum heimshlutum hefur vegnað vel á síðustu fimm árum. Efnahagslíf heimsins dróst saman um innan við eitt prósent árið 2009 og það hefur vaxið um næstum 5% á ári á þessum þrem árum síðan þá. Svo það er miklu auðugra á heimsvísu núna en það var fyrir kreppuna," segir hann. Afríkuríkin hafi til dæmis hagnast mikið síðustu árin. „Við sjáum ótrúlegar tölur frá Afríku. Það er frábært því þetta er aðallega fátækt fólk sem nú verður ríkara. Fátæka fólkið auðgast hraðar en ríka fólkið. Ríku löndin auðgast ekki jafn hratt og áður en fátæku löndin verða ríkari. Það eru góðar fréttir fyrir mannkynið í heild," segir hann. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Breskur rithöfundur segir það nauðsynlegt að Íslendingar horfi á björtu hliðarnar í heiminum þrátt fyrir efnahagskreppuna. Þjóðin standi betur að vígi en margar evrópuþjóðir. Matt Ridley er breskur rithöfundur og fyrrum vísindaritstjóri tímaritsins The Economist hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands á föstudag. Þar ræddi hann m.a. um skoðanir sínar sem birtast í nýjustu bók sinni The Rational Optimist. Hans helsti boðskapur er að mannkynið þurfi ekki að örvænta þrátt fyrir miklar efnahagsþrengingar. Framfarirnar séu enn örar. „Það er gott að vera uppi nú á tímum. Á ævi minni hefur barnadauði dregist saman um 30%, ævilengd hefur aukist um 30% og við höfum þrefaldað tekjur okkar. Þetta eru merkilegar tölur og ég held að þetta haldi áfram, því ég held því fram að einu hömlurnar séu framboðið á hugmyndum. Og þær eru ótæmandi," segir hann. Hann segir Íslendinga vissulega hafa lent í miklum erfiðleikum í hruninu en landið sé nú á réttri leið. „Ég held að þið hafið ýmsa kosti sem mörg evruríkjanna hafa ekki. Þið getið fellt gengið, sem er leið til að verða aftur samkeppnisfær. Ég held því að það sé í gegnum viðskipti sem lönd öðlast aftur velmegun, og leiðin til að auka viðskipti er að verða samkeppnishæf og Ísland er sennilega á réttri leið," segir hann. Matt segir því Íslendinga geta litið björtum augum til framtíðar. Horfa verði á heiminn í stærra samhengi en bara Evrópu. „Öðrum heimshlutum hefur vegnað vel á síðustu fimm árum. Efnahagslíf heimsins dróst saman um innan við eitt prósent árið 2009 og það hefur vaxið um næstum 5% á ári á þessum þrem árum síðan þá. Svo það er miklu auðugra á heimsvísu núna en það var fyrir kreppuna," segir hann. Afríkuríkin hafi til dæmis hagnast mikið síðustu árin. „Við sjáum ótrúlegar tölur frá Afríku. Það er frábært því þetta er aðallega fátækt fólk sem nú verður ríkara. Fátæka fólkið auðgast hraðar en ríka fólkið. Ríku löndin auðgast ekki jafn hratt og áður en fátæku löndin verða ríkari. Það eru góðar fréttir fyrir mannkynið í heild," segir hann.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira