Nauðsynlegt fyrir Íslendinga að líta á björtu hliðarnar Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 29. júlí 2012 21:02 Breskur rithöfundur segir það nauðsynlegt að Íslendingar horfi á björtu hliðarnar í heiminum þrátt fyrir efnahagskreppuna. Þjóðin standi betur að vígi en margar evrópuþjóðir. Matt Ridley er breskur rithöfundur og fyrrum vísindaritstjóri tímaritsins The Economist hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands á föstudag. Þar ræddi hann m.a. um skoðanir sínar sem birtast í nýjustu bók sinni The Rational Optimist. Hans helsti boðskapur er að mannkynið þurfi ekki að örvænta þrátt fyrir miklar efnahagsþrengingar. Framfarirnar séu enn örar. „Það er gott að vera uppi nú á tímum. Á ævi minni hefur barnadauði dregist saman um 30%, ævilengd hefur aukist um 30% og við höfum þrefaldað tekjur okkar. Þetta eru merkilegar tölur og ég held að þetta haldi áfram, því ég held því fram að einu hömlurnar séu framboðið á hugmyndum. Og þær eru ótæmandi," segir hann. Hann segir Íslendinga vissulega hafa lent í miklum erfiðleikum í hruninu en landið sé nú á réttri leið. „Ég held að þið hafið ýmsa kosti sem mörg evruríkjanna hafa ekki. Þið getið fellt gengið, sem er leið til að verða aftur samkeppnisfær. Ég held því að það sé í gegnum viðskipti sem lönd öðlast aftur velmegun, og leiðin til að auka viðskipti er að verða samkeppnishæf og Ísland er sennilega á réttri leið," segir hann. Matt segir því Íslendinga geta litið björtum augum til framtíðar. Horfa verði á heiminn í stærra samhengi en bara Evrópu. „Öðrum heimshlutum hefur vegnað vel á síðustu fimm árum. Efnahagslíf heimsins dróst saman um innan við eitt prósent árið 2009 og það hefur vaxið um næstum 5% á ári á þessum þrem árum síðan þá. Svo það er miklu auðugra á heimsvísu núna en það var fyrir kreppuna," segir hann. Afríkuríkin hafi til dæmis hagnast mikið síðustu árin. „Við sjáum ótrúlegar tölur frá Afríku. Það er frábært því þetta er aðallega fátækt fólk sem nú verður ríkara. Fátæka fólkið auðgast hraðar en ríka fólkið. Ríku löndin auðgast ekki jafn hratt og áður en fátæku löndin verða ríkari. Það eru góðar fréttir fyrir mannkynið í heild," segir hann. Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Breskur rithöfundur segir það nauðsynlegt að Íslendingar horfi á björtu hliðarnar í heiminum þrátt fyrir efnahagskreppuna. Þjóðin standi betur að vígi en margar evrópuþjóðir. Matt Ridley er breskur rithöfundur og fyrrum vísindaritstjóri tímaritsins The Economist hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands á föstudag. Þar ræddi hann m.a. um skoðanir sínar sem birtast í nýjustu bók sinni The Rational Optimist. Hans helsti boðskapur er að mannkynið þurfi ekki að örvænta þrátt fyrir miklar efnahagsþrengingar. Framfarirnar séu enn örar. „Það er gott að vera uppi nú á tímum. Á ævi minni hefur barnadauði dregist saman um 30%, ævilengd hefur aukist um 30% og við höfum þrefaldað tekjur okkar. Þetta eru merkilegar tölur og ég held að þetta haldi áfram, því ég held því fram að einu hömlurnar séu framboðið á hugmyndum. Og þær eru ótæmandi," segir hann. Hann segir Íslendinga vissulega hafa lent í miklum erfiðleikum í hruninu en landið sé nú á réttri leið. „Ég held að þið hafið ýmsa kosti sem mörg evruríkjanna hafa ekki. Þið getið fellt gengið, sem er leið til að verða aftur samkeppnisfær. Ég held því að það sé í gegnum viðskipti sem lönd öðlast aftur velmegun, og leiðin til að auka viðskipti er að verða samkeppnishæf og Ísland er sennilega á réttri leið," segir hann. Matt segir því Íslendinga geta litið björtum augum til framtíðar. Horfa verði á heiminn í stærra samhengi en bara Evrópu. „Öðrum heimshlutum hefur vegnað vel á síðustu fimm árum. Efnahagslíf heimsins dróst saman um innan við eitt prósent árið 2009 og það hefur vaxið um næstum 5% á ári á þessum þrem árum síðan þá. Svo það er miklu auðugra á heimsvísu núna en það var fyrir kreppuna," segir hann. Afríkuríkin hafi til dæmis hagnast mikið síðustu árin. „Við sjáum ótrúlegar tölur frá Afríku. Það er frábært því þetta er aðallega fátækt fólk sem nú verður ríkara. Fátæka fólkið auðgast hraðar en ríka fólkið. Ríku löndin auðgast ekki jafn hratt og áður en fátæku löndin verða ríkari. Það eru góðar fréttir fyrir mannkynið í heild," segir hann.
Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira