Nauðsynlegt fyrir Íslendinga að líta á björtu hliðarnar Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 29. júlí 2012 21:02 Breskur rithöfundur segir það nauðsynlegt að Íslendingar horfi á björtu hliðarnar í heiminum þrátt fyrir efnahagskreppuna. Þjóðin standi betur að vígi en margar evrópuþjóðir. Matt Ridley er breskur rithöfundur og fyrrum vísindaritstjóri tímaritsins The Economist hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands á föstudag. Þar ræddi hann m.a. um skoðanir sínar sem birtast í nýjustu bók sinni The Rational Optimist. Hans helsti boðskapur er að mannkynið þurfi ekki að örvænta þrátt fyrir miklar efnahagsþrengingar. Framfarirnar séu enn örar. „Það er gott að vera uppi nú á tímum. Á ævi minni hefur barnadauði dregist saman um 30%, ævilengd hefur aukist um 30% og við höfum þrefaldað tekjur okkar. Þetta eru merkilegar tölur og ég held að þetta haldi áfram, því ég held því fram að einu hömlurnar séu framboðið á hugmyndum. Og þær eru ótæmandi," segir hann. Hann segir Íslendinga vissulega hafa lent í miklum erfiðleikum í hruninu en landið sé nú á réttri leið. „Ég held að þið hafið ýmsa kosti sem mörg evruríkjanna hafa ekki. Þið getið fellt gengið, sem er leið til að verða aftur samkeppnisfær. Ég held því að það sé í gegnum viðskipti sem lönd öðlast aftur velmegun, og leiðin til að auka viðskipti er að verða samkeppnishæf og Ísland er sennilega á réttri leið," segir hann. Matt segir því Íslendinga geta litið björtum augum til framtíðar. Horfa verði á heiminn í stærra samhengi en bara Evrópu. „Öðrum heimshlutum hefur vegnað vel á síðustu fimm árum. Efnahagslíf heimsins dróst saman um innan við eitt prósent árið 2009 og það hefur vaxið um næstum 5% á ári á þessum þrem árum síðan þá. Svo það er miklu auðugra á heimsvísu núna en það var fyrir kreppuna," segir hann. Afríkuríkin hafi til dæmis hagnast mikið síðustu árin. „Við sjáum ótrúlegar tölur frá Afríku. Það er frábært því þetta er aðallega fátækt fólk sem nú verður ríkara. Fátæka fólkið auðgast hraðar en ríka fólkið. Ríku löndin auðgast ekki jafn hratt og áður en fátæku löndin verða ríkari. Það eru góðar fréttir fyrir mannkynið í heild," segir hann. Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Breskur rithöfundur segir það nauðsynlegt að Íslendingar horfi á björtu hliðarnar í heiminum þrátt fyrir efnahagskreppuna. Þjóðin standi betur að vígi en margar evrópuþjóðir. Matt Ridley er breskur rithöfundur og fyrrum vísindaritstjóri tímaritsins The Economist hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands á föstudag. Þar ræddi hann m.a. um skoðanir sínar sem birtast í nýjustu bók sinni The Rational Optimist. Hans helsti boðskapur er að mannkynið þurfi ekki að örvænta þrátt fyrir miklar efnahagsþrengingar. Framfarirnar séu enn örar. „Það er gott að vera uppi nú á tímum. Á ævi minni hefur barnadauði dregist saman um 30%, ævilengd hefur aukist um 30% og við höfum þrefaldað tekjur okkar. Þetta eru merkilegar tölur og ég held að þetta haldi áfram, því ég held því fram að einu hömlurnar séu framboðið á hugmyndum. Og þær eru ótæmandi," segir hann. Hann segir Íslendinga vissulega hafa lent í miklum erfiðleikum í hruninu en landið sé nú á réttri leið. „Ég held að þið hafið ýmsa kosti sem mörg evruríkjanna hafa ekki. Þið getið fellt gengið, sem er leið til að verða aftur samkeppnisfær. Ég held því að það sé í gegnum viðskipti sem lönd öðlast aftur velmegun, og leiðin til að auka viðskipti er að verða samkeppnishæf og Ísland er sennilega á réttri leið," segir hann. Matt segir því Íslendinga geta litið björtum augum til framtíðar. Horfa verði á heiminn í stærra samhengi en bara Evrópu. „Öðrum heimshlutum hefur vegnað vel á síðustu fimm árum. Efnahagslíf heimsins dróst saman um innan við eitt prósent árið 2009 og það hefur vaxið um næstum 5% á ári á þessum þrem árum síðan þá. Svo það er miklu auðugra á heimsvísu núna en það var fyrir kreppuna," segir hann. Afríkuríkin hafi til dæmis hagnast mikið síðustu árin. „Við sjáum ótrúlegar tölur frá Afríku. Það er frábært því þetta er aðallega fátækt fólk sem nú verður ríkara. Fátæka fólkið auðgast hraðar en ríka fólkið. Ríku löndin auðgast ekki jafn hratt og áður en fátæku löndin verða ríkari. Það eru góðar fréttir fyrir mannkynið í heild," segir hann.
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira