Innlent

Tvær innbrotstilraunir í nótt

Tvær tilraunir til innbrota voru gerðar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í Hafnarfirði var reynt að brjótast inn í gullsmíðastofu rétt fyrir klukkan tvö og var rúða brotin. Þjófarnir höfðu hinsvegar ekki erindi sem erfiði og komust ekki inn í húsið og því var engu stolið.

Rétt fyrir klukkan þrjú var síðan brotist inn í tölvufyrirtæki í Skipholti og var rúða brotin þar einnig. Ekki er vitað hverju var stolið en einn maður var handtekinn grunaður um verknaðinn. Hann var vistaður í fangageymslum og verður yfirheyrður í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×