Innlent

Sir Anthony Hopkins á leið til Íslands

Breski stórleikarinn sir Anthony Hopkins er væntanlegur til landsins síðar í sumar. Hann hefur fallist á að taka að sér hlutverk í myndinni Noah sem tekin verður upp að hluta til hér á landi.

Leikstjóri myndarinnar, Darren Aronofsky, greinir frá því á twitter síðu sinni að Hopkins muni bætast í leikarahóp myndarinnar. Darren segir að það sé sér mikill heiður að fá að vinna með Hopkins.

Leikarinn tekur að sér hlutverk Metúsalem, sem var afi Nóa, en Metúsalem er þekktur sem elsti maðurinn í Biblíunni. Samkvæmt hinni helgu bók náði hann 969 ára aldri.

Eins og komið hefur fram í fréttum munu ýmsir þekktir leikarar koma fram í myndinni. Russel Crowe mun leika Nóa en í öðrum hlutverkum verða m.a. Jennifer Connelly og Emma Watson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×