Innlent

Réðst á lögreglumenn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kona á sextugsaldri var í morgun dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir eignarspjöll og brot gegn valdstjórninni. Konan var fundin sek um að hafa brotið tvær rúður á bakhlið íbúðarhúss í Vesturbæ og eina á framhlið þess, auk þess að valda skemmdum á útidyrahurð hússins. Hún sparkaði svo í bringu lögreglumanns og stuttu síðar í andlit lögreglukonu sem höfðu afskipti af konunni. Konan á sér nokkra brotasögu og hefur gengist undir lögreglusátt vegna líkamsárásarmáls og hlotið dóma fyrir ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×