Innlent

Síbrotamaður í fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn braust meðal annars inn í íbúð í Norðlingaholti
Maðurinn braust meðal annars inn í íbúð í Norðlingaholti
Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í dag fyrir fjölda brota, svo sem innbrot, nytjastuldi gripdeildir og fleiri brot sem framin voru í ár og í fyrra. Tveir nítján ára gamlir piltar voru dæmdir í þriggja mánaða skilorðsbundin fangelsi fyrir að hafa tekið þátt í hluta af þessu brotum. Mennirnir voru meðal annars fundnir sekir um að hafa stolið bíl þann 8. júní síðastliðinn í Hafnarfirði og dælt bensíni á hann án þess að greiða fyrir. Þá brutust þeir inn í íbúð í Helluvaði og fóru inn um ólæstar dyr á íbúð í Kambavaði. Tveir mannanna hafa ítrekað gerst brotlegir við lög en ekki sá þriðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×