Innlent

Kúabændur furða sig á ákvörðun landbúnaðarráðherra

Landssamband kúabænda furðar sig á þeirri ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að heimila innflutning á ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk en reglugerð þess efnis var undirrituð í vor eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum.

Á heimasíðu landssambandsins er fjallað um málið og bent á að í gildi sé önnur reglugerð, sem bannar hérlendum framleiðendum að framleiða til sölu vörur úr ógerilssneyddri mjólk. Því hljóti ákvörðun ráðherranns, að heimila innflutning á vörum sem innlendum framleiðendum er með öllu óheimilt að selja neytendum á Íslandi, að vekja mikla furðu eins og það er orðað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×