Skurðaðgerðir við lungnakrabba skila góðum árangri Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. júlí 2012 09:35 Árangur skurðaðgerða vegna lungnakrabbameins hér á landi er mjög góður í alþjóðlegum samanburði og lífslíkur þeirra sem gangast undir slíkar aðgerðir hafa batnað umtalsvert. Þetta kemur fram í grein íslenskra vísindamanna við Háskóla Íslands og Landspítala sem birtist nýverið í einu virtasta tímariti heims á sviði krabbameinslækninga, Journal of Thoracic Oncology. Árlega greinast hátt í 150 einstaklingar með lungnakrabbamein og er það annað algengasta krabbameinið sem greinist hjá báðum kynjum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Helsta úrræðið við lungnakrabbameini er skurðaðgerð þar sem æxlið er fjarlægt ásamt nærliggjandi lungnavef. Þessar aðgerðir eru oft umfangsmiklar og hafa stundum fylgikvilla. Í grein íslensku vísindamannanna í tímaritinu Journal of Thoracic Oncology var kannaður árangur þessara aðgerða hér á landi á árabilinu 1994-2008. Greinin byggist á meistarverkefni Húnboga Þorsteinssonar, læknanema og nú kandídats á Landspítala, sem vann verkefnið undir handleiðslu Tómasar Guðbjartssonar prófessors. Aðrir höfundar voru læknarnir Steinn Jónsson prófessor, Helgi J. Ísaksson, Ásgeir Alexandersson, Guðrún Nína Óskarsdóttir og Rut Skúladóttir. Niðurstöður sýna að árangur þessara aðgerða hér á landi er mjög góður á alþjóðlegan mælikvarða, en 99 prósent sjúklinga lifðu þær af. Einnig höfðu lífslíkur sjúklinga batnað umtalsvert á síðasta fimm ára tímabili rannsóknarinnar, sem er ánægjuleg þróun. Í rannsókninni kom jafnframt í ljós að af þeim 1530 sjúklingum, sem greindust með lungnakrabbamein á rannsóknartímabilinu, gengust alls 26 prósent undir skurðaðgerð. Það er hátt hlutfall miðað við önnur Evrópulönd og með því besta sem þekkist í heiminum. Til samanburðar hefur þetta hlutfall verið innan við 10 prósent á Englandi og undir 20 prósent annars staðar á Norðurlöndum. Í leiðara síðasta Journal of Thoracic Oncology er sérstaklega bent á þennan góðan árangur hér á landi og íslensku heilbrigðiskerfi hrósað. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Árangur skurðaðgerða vegna lungnakrabbameins hér á landi er mjög góður í alþjóðlegum samanburði og lífslíkur þeirra sem gangast undir slíkar aðgerðir hafa batnað umtalsvert. Þetta kemur fram í grein íslenskra vísindamanna við Háskóla Íslands og Landspítala sem birtist nýverið í einu virtasta tímariti heims á sviði krabbameinslækninga, Journal of Thoracic Oncology. Árlega greinast hátt í 150 einstaklingar með lungnakrabbamein og er það annað algengasta krabbameinið sem greinist hjá báðum kynjum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Helsta úrræðið við lungnakrabbameini er skurðaðgerð þar sem æxlið er fjarlægt ásamt nærliggjandi lungnavef. Þessar aðgerðir eru oft umfangsmiklar og hafa stundum fylgikvilla. Í grein íslensku vísindamannanna í tímaritinu Journal of Thoracic Oncology var kannaður árangur þessara aðgerða hér á landi á árabilinu 1994-2008. Greinin byggist á meistarverkefni Húnboga Þorsteinssonar, læknanema og nú kandídats á Landspítala, sem vann verkefnið undir handleiðslu Tómasar Guðbjartssonar prófessors. Aðrir höfundar voru læknarnir Steinn Jónsson prófessor, Helgi J. Ísaksson, Ásgeir Alexandersson, Guðrún Nína Óskarsdóttir og Rut Skúladóttir. Niðurstöður sýna að árangur þessara aðgerða hér á landi er mjög góður á alþjóðlegan mælikvarða, en 99 prósent sjúklinga lifðu þær af. Einnig höfðu lífslíkur sjúklinga batnað umtalsvert á síðasta fimm ára tímabili rannsóknarinnar, sem er ánægjuleg þróun. Í rannsókninni kom jafnframt í ljós að af þeim 1530 sjúklingum, sem greindust með lungnakrabbamein á rannsóknartímabilinu, gengust alls 26 prósent undir skurðaðgerð. Það er hátt hlutfall miðað við önnur Evrópulönd og með því besta sem þekkist í heiminum. Til samanburðar hefur þetta hlutfall verið innan við 10 prósent á Englandi og undir 20 prósent annars staðar á Norðurlöndum. Í leiðara síðasta Journal of Thoracic Oncology er sérstaklega bent á þennan góðan árangur hér á landi og íslensku heilbrigðiskerfi hrósað.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira