Innlent

Hallveigarliðar harma fyrirhugaðar breytingar á miðbænum

Natan Kolbeinsson, formaður Hallveigar, á dimmu vetrarkvöldi.
Natan Kolbeinsson, formaður Hallveigar, á dimmu vetrarkvöldi.
Ungir Jafnaðarmenn í Reykjavík harma fyrirhugaðar endurbætur á Ingólfstorgi, Fógetagarðinum og Austurvelli.

Undir merkjum Hallveigar senda ungir jafnaðarmenn frá sér yfirlýsingu um að þeim lítist illa á hugmyndir um byggingu hótels á svæðinu, telja þær spilla einstakri borgarmynd og varpa skugga á Austurvöll.

Þó Hallveigarliðar geri sér grein fyrir því að borgaryfirvöld hafa lítið vald yfir húsum í einkaeigu telja þeir engu að síður að borgarfulltrúar eigi að gera sitt til að semja við eigendur NASA um að hlífa húsinu vegna menningarlegs gildis þess.

Hallveig telur að borgaryfirvöld eigi að taka málið allt til algjörrar endurskoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×