Innlent

Gilenya tekið í notkun á Landspítalanum á næstunni

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
MS-lyfið Gilenya verður tekið í notkun á Landspítalanum á næstunni. Formaður MS félags Íslands segir það ánægjuefni og hafa mikla þýðingu fyrir þá sjúklinga sem fá lyfið.

Þeir sem fá lyfið eru þeir sjúklingar sem þegar hafa reynt MS lyfið Tysabri og orðið að hætta notkun þess vegna aukaverkana. Fréttastofa hefur undanfarið fjallað nokkuð um lyfið og baráttu sjúklinga fyrir því að fá það.

Það þjónar sama tilgangi og Tisabry en hefur ekki sömu aukaverkanir. Lyfið hefur verið til á landinu síðan síðasta haust. MS félagið á Íslandi hefur síðan um áramótin þrýst á að þeir sjúklingar sem þurfa lyfið fái það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×