Innlent

Allir sjúkrabílar úti í verkefnum á sama tíma

Frá Akureyri.
Frá Akureyri.
Annir urðu í sjúkraflutningum á sjötta tímanum í dag hjá Slökkviliði Akureyrar. Tveir bílar fóru í neyðarflutning fram í Eyjafjörð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slökkviliðinu á Akureyri.

Á meðan á því stóð var óskað eftir sjúkrabíl út við Svalbarðseyri og í kjölfarið sjúkrabíl inn í Öxnadal. Auka mannskapur var ræstur inn í verkefnin ásamt því að einn sjúkrabíll er til taks við æfingu knattspyrnuliða á Þórsvelli, en evrópuleikur fer þar fram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×