Innlent

Grímuklæddir menn ógnuðu starfsfólki með hnífi

Tveir karlmenn um tvítugt, ruddust grímuklæddir inn á videoleigu og hótuðu bæði starfsfólki og viðskiptavinum með hnífi. Þetta átti sér stað í Bónusvideo í Fellahverfi í Breiðholti um hálf tíu leytið í gærkvöldi.

Samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu skipuðu þeir afgreiðslufólki að afhenda peningana sem og það gerði. Ekki er vitað hversu hárri upphæð þjófarnir stálu en upphæðin var þó óveruleg að sögn lögreglunnar.

Lögreglan hefur áður þurft að hafa afskipti af mönnunum tveimur en eftir stutta lögreglurannsókn voru þeir sóttir heim til þeirra. Mennirnir sitja nú í fangageymslum lögreglunnar og er málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×