Innlent

Bændur eru sérlegir naglar

BBI skrifar
Skráð vinnuslys meðal bænda eru mun færri en hjá öðrum stéttum. Yfirlæknir Vinnueftirlitsins telur að fleiri bændur verði fyrir vinnuslysum en tölur gefa til kynna en flestir harki af sér án þess að leita til Vinnueftirlitsins. Þetta kemur fram í Bændablaðinu í dag.

Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu, telur þetta nokkuð alvarlegt. Það hafi í för með sér að ekki er hægt að sinna forvörnum eða fræða bændur um helstu hætturnar sem fylgja störfum þeirra.

Í tölum

Skráð vinnuslys bænda eru að jafnaði um 5-10 á ári. Kristinn telur að rétt tala sé nær 30-35 á ári.

Á árunum 2007 - 2011 voru skráð vinnuslys í landbúnaði alls 72. Til samanburðar voru þau 256 í matvælaiðnaði við vinnslu landbúnaðarafurða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×