Mjög dapurlegt að svindla á eldri borgurum BBI skrifar 12. júlí 2012 14:52 Gamalt fólk er oft auðtrúa. Mynd/Getty Images „Þetta er auðvitað mjög dapurlegt," segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um tilvik þar sem óþekktur aðili hringdi í eldri borgara og bauð þeim ókeypis heimilisþjónustu. Grunur leikur á um að viðkomandi aðili hafi haft eitthvað misjafnt í hyggju. „En því miður er ekkert sem kemur manni lengur á óvart," segir hann og beinir þeim tilmælum til eldra fólks og aðstandenda að vera á varðbergi. Sem stendur er enginn í sigtinu hjá lögreglu vegna hringinganna. Lögreglu hafa aðeins borist upplýsingar um eitt tilvik þar sem óþekktur aðili hringdi í ellilífeyrisþega og bauð honum heimilisþjónustu án endurgjalds í nafni ákveðinna samtaka. Þegar málið var kannað höfðu samtökin ekki boðið neina slíka þjónustu. Lögregla varar fólk við að þiggja slíka þjónustu án þess að sannreyna fyrst að viðkomandi þjónustuaðili sé sá sem hann segist vera. Lögregla hefur hins vegar ekki hafið rannsókn á málinu. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin sé stærsti þjónustuaðili heimaþjónustu í borginni. Það séu ekki venjuleg vinnubrögð að hringja í fólk með slík tilboð. Eldri borgari fær ekki þjónustu án þess að sótt hafi verið um hana og umsókn farið í gegnum ákveðið ferli. Ekki sé venjan að starfsmenn borgarinnar komi án þess að búið sé að ákveða tíma. Ef fólk er í vafa getur það hringt í þjónustumiðstöð eða teymistjóra í sínu hverfi. Einnig er hægt að hringja í þjónustuver Reykjavíkurborgar 411 1111. Tengdar fréttir Grunur á að óprúttnir aðilar blekki eldri borgara með gylliboðum Svo virðist sem óprúttnir aðilar séu farnir að bjóða eldri borgurum heimilishjálp þeim að kostnaðarlausu. Lögreglan varar við slíkum gylliboðum. Ellilífeyrisþegi fékk hringingu af þessu tagi, en hringjandi sagði þjónustuna í boði tiltekinna samtaka. Hringt var úr leyninúmeri, en þegar haft var samband við umrædd samtök kannaðist enginn við málið og þjónustan var ekki á þeirra vegum. 12. júlí 2012 14:09 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Þetta er auðvitað mjög dapurlegt," segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um tilvik þar sem óþekktur aðili hringdi í eldri borgara og bauð þeim ókeypis heimilisþjónustu. Grunur leikur á um að viðkomandi aðili hafi haft eitthvað misjafnt í hyggju. „En því miður er ekkert sem kemur manni lengur á óvart," segir hann og beinir þeim tilmælum til eldra fólks og aðstandenda að vera á varðbergi. Sem stendur er enginn í sigtinu hjá lögreglu vegna hringinganna. Lögreglu hafa aðeins borist upplýsingar um eitt tilvik þar sem óþekktur aðili hringdi í ellilífeyrisþega og bauð honum heimilisþjónustu án endurgjalds í nafni ákveðinna samtaka. Þegar málið var kannað höfðu samtökin ekki boðið neina slíka þjónustu. Lögregla varar fólk við að þiggja slíka þjónustu án þess að sannreyna fyrst að viðkomandi þjónustuaðili sé sá sem hann segist vera. Lögregla hefur hins vegar ekki hafið rannsókn á málinu. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin sé stærsti þjónustuaðili heimaþjónustu í borginni. Það séu ekki venjuleg vinnubrögð að hringja í fólk með slík tilboð. Eldri borgari fær ekki þjónustu án þess að sótt hafi verið um hana og umsókn farið í gegnum ákveðið ferli. Ekki sé venjan að starfsmenn borgarinnar komi án þess að búið sé að ákveða tíma. Ef fólk er í vafa getur það hringt í þjónustumiðstöð eða teymistjóra í sínu hverfi. Einnig er hægt að hringja í þjónustuver Reykjavíkurborgar 411 1111.
Tengdar fréttir Grunur á að óprúttnir aðilar blekki eldri borgara með gylliboðum Svo virðist sem óprúttnir aðilar séu farnir að bjóða eldri borgurum heimilishjálp þeim að kostnaðarlausu. Lögreglan varar við slíkum gylliboðum. Ellilífeyrisþegi fékk hringingu af þessu tagi, en hringjandi sagði þjónustuna í boði tiltekinna samtaka. Hringt var úr leyninúmeri, en þegar haft var samband við umrædd samtök kannaðist enginn við málið og þjónustan var ekki á þeirra vegum. 12. júlí 2012 14:09 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Grunur á að óprúttnir aðilar blekki eldri borgara með gylliboðum Svo virðist sem óprúttnir aðilar séu farnir að bjóða eldri borgurum heimilishjálp þeim að kostnaðarlausu. Lögreglan varar við slíkum gylliboðum. Ellilífeyrisþegi fékk hringingu af þessu tagi, en hringjandi sagði þjónustuna í boði tiltekinna samtaka. Hringt var úr leyninúmeri, en þegar haft var samband við umrædd samtök kannaðist enginn við málið og þjónustan var ekki á þeirra vegum. 12. júlí 2012 14:09