Spyr hvort forsvarsmenn Valitors og Borgunar hafi logið að Alþingi VG skrifar 13. júlí 2012 11:28 Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, segir á Facebook-síðu sinni að Valitor og Borgun hafi hugsanlega verið tvísaga þegar þeir voru kallaðir fyrir á fund Allsherjarnefndar þegar fyrirtækin ákváðu að loka fyrir greiðslugátt WikiLeaks á síðasta ári. Áður hafði danska fyrirtækið Teller gert slíkt hið sama. Dómur féll í dómsmáli DataCell gegn Valitor í gær. Valitor var þá gert að opna greiðslugáttina á ný innan tveggja vikna ella greiða 800 þúsund krónur í dagsektir. Í pistli Árna Þós rifjar hann upp yfirlýsingar fyrirtækjanna vegna fundanna hjá nefndinni, sem fram fóru í desember árið 2010, en þær voru eftirfarandi: „Borgun vill koma á framfæri leiðréttingu varðandi fréttir sem birst hafa í fjölmiðlum í kjölfar fundar Allsherjarnefndar Alþingis í morgun varðandi málefni Wikileaks. Skýrt kom fram á umræddum fundi, og skal ítrekað, að Borgun er ekki aðili þessa máls. Á fundinum voru auk fulltrúa Borgunar, fulltrúar Valitors og Kortaþjónustunnar. Kortaþjónustan er umboðsaðili Teller AS (áður PBS) og hafði með höndum viðskipti Wikileaks við MasterCard International og VISA Europe. Borgun kemur hvergi þar nærri." Svo kom tilkynning frá Valitor: „VALITOR vill koma á framfæri að á umræddum fundi Allherjarnefndar í morgun voru einnig fulltrúar Kortaþjónustunnar ásamt þremur fulltrúum Teller, en Kortaþjónustan er umboðsaðili Teller AS á Íslandi. Fram hefur komið að Teller AS/Kortaþjónustan sá um að móttaka greiðslur fyrir Wikileaks sem nú hefur verið lokað fyrir. Við viljum því ítreka að VALITOR er ekki aðili að þessu máli." Árni Þór bætir svo við: „En fyrirtækin vildu ekki kannast við það þegar þau mættu fyrir þingnefnd, að þau ættu aðild að málinu og væru einungis að fylgja fyrirskipunum að utan og ætluðu sér alls ekki að taka þátt í því að brjóta lög hérlendis". Árni Þór segir í samtali við fréttastofu að misræmið veki athygli sína. „Þeir virðast hafa orðið tvísaga í málinu," bætir hann við. Aðspurður hvort það sé ekki litið alvarlegum augum að það sé logið að Alþingi, ítrekar Árni Þór að ef svo sé, þá þurfi fyrirtækin að svara fyrir sig, en hann viti ekki til þess að forsvarsmenn fyrirtækjanna verði aftur kallaðir fyrir allsherjarnefnd eða efnahags- og viðskiptanefnd. á fundinum á síðasta ári kom þar fram hörð gagnrýni á ákvörðun greiðslukortafyrirtækisins, „og vildu sumir þingmenn jafnvel endurskoða rekstrarleyfi þess, enda væri um að ræða grófa aðför að tjáningarfrelsinu," segir Árni Þór. Spurður hvort það sé mögulegt að leyfi fyrirtækjanna séu skoðuð sérstaklega vegna málsins, svarar Árni því til að það sé efnahags- og viðskiptaráðuneytis að ákveða slíkt. Þess ber að geta að fundurinn sem um ræðir fór fram í desember, en umfjöllunarefni dómsmálsins varðaði greiðslugátt fyrir WikiLeaks, sem opnaði í júní á síðasta ári, um hálfu ári eftir að fundurinn fór fram. Valitor hefur áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar Íslands. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, segir á Facebook-síðu sinni að Valitor og Borgun hafi hugsanlega verið tvísaga þegar þeir voru kallaðir fyrir á fund Allsherjarnefndar þegar fyrirtækin ákváðu að loka fyrir greiðslugátt WikiLeaks á síðasta ári. Áður hafði danska fyrirtækið Teller gert slíkt hið sama. Dómur féll í dómsmáli DataCell gegn Valitor í gær. Valitor var þá gert að opna greiðslugáttina á ný innan tveggja vikna ella greiða 800 þúsund krónur í dagsektir. Í pistli Árna Þós rifjar hann upp yfirlýsingar fyrirtækjanna vegna fundanna hjá nefndinni, sem fram fóru í desember árið 2010, en þær voru eftirfarandi: „Borgun vill koma á framfæri leiðréttingu varðandi fréttir sem birst hafa í fjölmiðlum í kjölfar fundar Allsherjarnefndar Alþingis í morgun varðandi málefni Wikileaks. Skýrt kom fram á umræddum fundi, og skal ítrekað, að Borgun er ekki aðili þessa máls. Á fundinum voru auk fulltrúa Borgunar, fulltrúar Valitors og Kortaþjónustunnar. Kortaþjónustan er umboðsaðili Teller AS (áður PBS) og hafði með höndum viðskipti Wikileaks við MasterCard International og VISA Europe. Borgun kemur hvergi þar nærri." Svo kom tilkynning frá Valitor: „VALITOR vill koma á framfæri að á umræddum fundi Allherjarnefndar í morgun voru einnig fulltrúar Kortaþjónustunnar ásamt þremur fulltrúum Teller, en Kortaþjónustan er umboðsaðili Teller AS á Íslandi. Fram hefur komið að Teller AS/Kortaþjónustan sá um að móttaka greiðslur fyrir Wikileaks sem nú hefur verið lokað fyrir. Við viljum því ítreka að VALITOR er ekki aðili að þessu máli." Árni Þór bætir svo við: „En fyrirtækin vildu ekki kannast við það þegar þau mættu fyrir þingnefnd, að þau ættu aðild að málinu og væru einungis að fylgja fyrirskipunum að utan og ætluðu sér alls ekki að taka þátt í því að brjóta lög hérlendis". Árni Þór segir í samtali við fréttastofu að misræmið veki athygli sína. „Þeir virðast hafa orðið tvísaga í málinu," bætir hann við. Aðspurður hvort það sé ekki litið alvarlegum augum að það sé logið að Alþingi, ítrekar Árni Þór að ef svo sé, þá þurfi fyrirtækin að svara fyrir sig, en hann viti ekki til þess að forsvarsmenn fyrirtækjanna verði aftur kallaðir fyrir allsherjarnefnd eða efnahags- og viðskiptanefnd. á fundinum á síðasta ári kom þar fram hörð gagnrýni á ákvörðun greiðslukortafyrirtækisins, „og vildu sumir þingmenn jafnvel endurskoða rekstrarleyfi þess, enda væri um að ræða grófa aðför að tjáningarfrelsinu," segir Árni Þór. Spurður hvort það sé mögulegt að leyfi fyrirtækjanna séu skoðuð sérstaklega vegna málsins, svarar Árni því til að það sé efnahags- og viðskiptaráðuneytis að ákveða slíkt. Þess ber að geta að fundurinn sem um ræðir fór fram í desember, en umfjöllunarefni dómsmálsins varðaði greiðslugátt fyrir WikiLeaks, sem opnaði í júní á síðasta ári, um hálfu ári eftir að fundurinn fór fram. Valitor hefur áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar Íslands.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði