Hundrað þúsund ferðamenn sækja Akureyri heim í sumar 13. júlí 2012 14:22 Mikið var um manninn á Akureyri í gær. mynd/Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Rúmlega 100 þúsund farþegar og áhafnarmeðlimir skemmtiferðaskipa heimsækja Akureyrarbæ í sumar. Bæjarstjórinn segir ferðamannaflauminn hafa mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið, en um leið er þetta afrakstur umfangsmikillar markaðssetningar. Rúmlega 60 þúsund farþegar heimsóttu Akureyri með skemmtiferðaskipum síðasta sumar. Séu áhafnarmeðlimir teknir með í dæmið má gera ráð fyrir að um 100 þúsund manns hafi sótt bæinn heim í fyrra. „Nú skilst mér að bókanir hafi aukist um 35 prósent," segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Þannig má áætla að rúmlega hundrað þúsund heimsæki bæinn sjóleiðis í sumar." Um 65 skip leggja að höfn á Akureyri í sumar, að meðaltali eru um 3.500 manns í hverju skipi. „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur," segir Eiríkur. „Þá sérstaklega fyrir þjónustuaðilana. Þeir eru auðvitað vel þjálfaðir í þessu. Það hefur verið mikill stígandi í þessu síðustu ár." Eiríkur bendir á að það sé ekki handahóf sem ráði för í þessum efnum. „Það er mikil vinna sem liggur að baki. Markaðssetningin á höfninni hefur skipt sköpum. Þjónustan hér á Akureyri er síðan annað sem laðar rekstraraðila þessa skemmtiferðaskipa hingað." Þá segir Eiríkur að veðurblíðan síðustu daga hafi einnig hjálpað til. Mikið líf sé í bænum — heimamenn sem og ferðamenn brosi hringinn þegar þeir ganga um bæinn. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Rúmlega 100 þúsund farþegar og áhafnarmeðlimir skemmtiferðaskipa heimsækja Akureyrarbæ í sumar. Bæjarstjórinn segir ferðamannaflauminn hafa mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið, en um leið er þetta afrakstur umfangsmikillar markaðssetningar. Rúmlega 60 þúsund farþegar heimsóttu Akureyri með skemmtiferðaskipum síðasta sumar. Séu áhafnarmeðlimir teknir með í dæmið má gera ráð fyrir að um 100 þúsund manns hafi sótt bæinn heim í fyrra. „Nú skilst mér að bókanir hafi aukist um 35 prósent," segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Þannig má áætla að rúmlega hundrað þúsund heimsæki bæinn sjóleiðis í sumar." Um 65 skip leggja að höfn á Akureyri í sumar, að meðaltali eru um 3.500 manns í hverju skipi. „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur," segir Eiríkur. „Þá sérstaklega fyrir þjónustuaðilana. Þeir eru auðvitað vel þjálfaðir í þessu. Það hefur verið mikill stígandi í þessu síðustu ár." Eiríkur bendir á að það sé ekki handahóf sem ráði för í þessum efnum. „Það er mikil vinna sem liggur að baki. Markaðssetningin á höfninni hefur skipt sköpum. Þjónustan hér á Akureyri er síðan annað sem laðar rekstraraðila þessa skemmtiferðaskipa hingað." Þá segir Eiríkur að veðurblíðan síðustu daga hafi einnig hjálpað til. Mikið líf sé í bænum — heimamenn sem og ferðamenn brosi hringinn þegar þeir ganga um bæinn.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira