Merki um viðsnúning og atvinnuleysi lægra en á hinum Norðurlöndunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júlí 2012 20:00 Aðalhagfræðingur Landsbankans segir vísbendingar um að varanlegur jákvæður viðsnúningur hafi orðið í atvinnuhorfum hér á landi. Atvinnuleysið er 4,8 prósent og hefur ekki mælst lægra frá hrunárinu 2008 og er tveimur prósentustigum lægra en það var fyrir ári.Vinnumálastofnun birti í dag nýjar atvinnuleysistölur, en það eru tölur yfir þá sem eru á atvinnuleysisskrá hjá stofnuninni, eru án atvinnu og óska eftir bótum. Atvinnuleysið mælist nú 4,8 prósent sem verður að teljast býsna gott. Tvær opinberar stofnanir hér mæla atvinnuleysi, en Hagstofan framkvæmir vinnumarkaðsrannsókn þar sem ekki eru aðeins þeir sem eru á bótum heldur einnig námsfólk sem er að leita að vinnu. Samkvæmt síðustu tölum Hagstofunnar var atvinnuleysið yfir 8 prósent í maí. Lækkun í tölum Vinnumálastofnunar nemur 0,8 prósentustigum milli mánaða. En viðsnúningurinn er mun meiri sé miðað við sama mánuð í fyrra, eða tæp tvö prósentustig. Daníel Svavarsson er aðalhagfræðingur Landsbankans. Hann segir ekki rétt að horfa eingöngu á síðustu mánuði, því ef horft sé ár aftur í tímann sé þetta þónokkur viðsnúningur. „Á móti vega þarna sérstök úrræði hjá Vinnumálastofnun. Rúmlega 1550 manns sem eru núna í sérstökum úrræðum sem annars yrðu skráðir atvinnulausir og við vitum ekki ennþá hversu mörgum varanlegum störfum þessi úrræði munu skila, en engu að síður eru þetta mjög ánægjulegar tölur," segir Daníel. Er hægt að draga þá ályktun að þetta sé varanlegur viðsnúningur? „Vonandi. Tvær síðustu birtu tölur eru mjög góðar, en maður vill helst sjá þróunina halda áfram." Ísland kemur líka vel út í samanburði við hin Norðurlöndin. Daníel segir að ef litið sé til tölfræði síðustu mánaða standi aðeins Norðmenn okkur framar þegar lágt atvinnuleysi sé annars vegar. Tölfræðin hér veiti vísbendingar um betri horfur en í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Aðalhagfræðingur Landsbankans segir vísbendingar um að varanlegur jákvæður viðsnúningur hafi orðið í atvinnuhorfum hér á landi. Atvinnuleysið er 4,8 prósent og hefur ekki mælst lægra frá hrunárinu 2008 og er tveimur prósentustigum lægra en það var fyrir ári.Vinnumálastofnun birti í dag nýjar atvinnuleysistölur, en það eru tölur yfir þá sem eru á atvinnuleysisskrá hjá stofnuninni, eru án atvinnu og óska eftir bótum. Atvinnuleysið mælist nú 4,8 prósent sem verður að teljast býsna gott. Tvær opinberar stofnanir hér mæla atvinnuleysi, en Hagstofan framkvæmir vinnumarkaðsrannsókn þar sem ekki eru aðeins þeir sem eru á bótum heldur einnig námsfólk sem er að leita að vinnu. Samkvæmt síðustu tölum Hagstofunnar var atvinnuleysið yfir 8 prósent í maí. Lækkun í tölum Vinnumálastofnunar nemur 0,8 prósentustigum milli mánaða. En viðsnúningurinn er mun meiri sé miðað við sama mánuð í fyrra, eða tæp tvö prósentustig. Daníel Svavarsson er aðalhagfræðingur Landsbankans. Hann segir ekki rétt að horfa eingöngu á síðustu mánuði, því ef horft sé ár aftur í tímann sé þetta þónokkur viðsnúningur. „Á móti vega þarna sérstök úrræði hjá Vinnumálastofnun. Rúmlega 1550 manns sem eru núna í sérstökum úrræðum sem annars yrðu skráðir atvinnulausir og við vitum ekki ennþá hversu mörgum varanlegum störfum þessi úrræði munu skila, en engu að síður eru þetta mjög ánægjulegar tölur," segir Daníel. Er hægt að draga þá ályktun að þetta sé varanlegur viðsnúningur? „Vonandi. Tvær síðustu birtu tölur eru mjög góðar, en maður vill helst sjá þróunina halda áfram." Ísland kemur líka vel út í samanburði við hin Norðurlöndin. Daníel segir að ef litið sé til tölfræði síðustu mánaða standi aðeins Norðmenn okkur framar þegar lágt atvinnuleysi sé annars vegar. Tölfræðin hér veiti vísbendingar um betri horfur en í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira