Innlent

Ógnaði sjúkraliði og lögreglu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atvikið átti sér stað í Austurstræti.
Atvikið átti sér stað í Austurstræti.
Maður ógnaði sjúkraflutningamönnum og lögreglumönnum í nótt. Tilkynning barst um að maðurinn hefði dottið en þegar lögreglan og sjúkralið kom á staðinn reyndist hann vera ómeiddur. Hann var aftur á móti mjög ölvaður eða í mikilli vímu og neitaði að gefa upp persónuupplýsingar. Þá var hann með ógnandi tilburði eins og fyrr segir. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu þangað til að víman verður runnin af honum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×