Innlent

Ungar knattspyrnustúlkur á keppnisskóm

BBI skrifar
Um helgina reimar yngsta kynslóð knattspyrnukvenna á sig takkaskóna og reynir mátt sinn og meginn á fótboltavellinum. Símamótið fer fram í Kópavogi en þar etja 5., 6. og 7. flokkur kvenna kappi. Mótið hófst með skrúðgöngu á fimmtudag en keppni hófst í gær. Mótsslit verða síðdegis á morgun.

Leikirnir fara fram á völlum á félagssvæði Breiðabliks. Veðrið lék við stúlkurnar í gær þegar ljósmyndarinn Pjetur leit við á svæðinu og myndaði stemninguna.



Mynd/Pjetur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×