Innlent

Íslenski tuktuk-inn klikkaði á fyrsta degi

BBI skrifar
Menn á gulum farartækjum taka höndum saman og slökkva eld í rafgeymi.
Menn á gulum farartækjum taka höndum saman og slökkva eld í rafgeymi. Mynd/Elísabet Björnsdóttir
Íslenski tuktuk-inn sem þakinn er auglýsingum frá Nova gafst upp í brekkunni á neðsta hluta Hverfisgötu á fyrsta deginum sem hann eyðir á götum borgarinnar.

„Tæknin var eitthvað að stríða okkur," segir Glúmur Baldvinsson, sem ætlar að bjóða Reykvíkingum upp á nýjan ferðamáta í sumar sem venjulega gengur undir nafninu tuk-tuk. Það eru nokkurs konar þriggja hjóla, yfirbyggðar skellinöðrur.

Í dag fór fyrsti tuktuk-inn út á götur borgarinnar en hann átti enga draumabyrjun. Ekki vildi betur til en svo að eldur kom upp í rafgeymi hjólsins á leið upp Hverfisgötuna. Bílstjóri á strætisvagni sem átti leið hjá brá skjótt við og slökkti eldinn með slökkvitæki. Hann fann eflaust samkennd með þessu litla, samlita farartæki, en tuktuk-inn er gulur að lit rétt eins og strætóinn.

Að sögn Glúms var ekki um alvarlega bilun að ræða. „Einhver virðist hafa tengt einhverja víra vitlaust þarna," segir hann.

Rétt er að taka fram að þó bíllinn sé þakinn auglýsingum frá Nova kemur Nova hvergi nálægt rekstri farartækisins, fyrirtækið Tuk-tuk Iceland rekur þjónustuna. Þrír tuktuk-ar munu bruna um götur borgarinnar í sumar og flytja fólk milli staða. Gert er ráð fyrir því að þjónustan verði ókeypis fyrsta sumarið. Hjólin eru rafmagnsknúin og því grænn fararkostur. Ef vel gengur stefnir Glúmur á að stækka við sig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.