Innlent

Knattspyrnumanni dæmdar bætur vegna meiðsla í leik

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Víðir Leifsson, knattspyrnumaður hjá Fylki, fær dæmdar bætur frá Vátryggingafélagi Íslands vegna slyss sem hann varð fyrir í leik í júlí 2008. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í dag að VÍS væri bótaskylt á grundvelli slysatryggingar íþróttamanna.

Slysið varð þegar Fylkir spilaði leik við meistaraflokk Huka en Víðir fékk slink á hægra hné, hneig niður og fékk við það áverka á hnéð. Að sögn stefnanda var honum skipt út af strax í kjölfarið og kveðst hann hafa fengið þrýstingsumbúðir sem hann hafi haft yfir nóttina.

Síðar leitaði hann til bæklunarlæknis og komst að því að hann þyrfti að gangast undir krossbandaaðgerð. Víðir krafði VÍS bóta, en bótakröfunni var hafnað. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum staðfesti niðurstöðu VÍS og því leitaði Víðir til dómstólar.

Í dómnum er ekki kveðið á um hversu háar bætur Víðir fær, einungis að tryggingafélagið sé bótaskylt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×