Innlent

Ólafur er sigurvegari kosninganna

BBI skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson tók þátt í umræðum á RÚV í kvöld.
Ólafur Ragnar Grímsson tók þátt í umræðum á RÚV í kvöld. Mynd/Daníel
Ljóst er að Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið endurkjörinn sem forseti lýðveldisins. Þetta var fullyrt í útsendingu Ríkisútvarpsins rétt í þessu.

Eins og staðan er núna á landinu öllu fær Ólafur 51,5% atkvæða. Þóra Arnórsdóttir fær 33,7% atkvæða. Ari Trausti er í þriðja sæti með 8,9%. Herdís og Andrea fá báðar 2,5% atkvæða og Hannes rekur lestina með minna en eitt prósent atkvæða.

Ólafur er fyrsti forsetinn í sögu Íslands til þess að vera kjörinn í fimmta sinn til að gegna embættinu. Hann er hér með kjörinn til næstu fjögurra ára og mun því, ef allt gengur eftir, sitja í 20 ár.

Ólafur fær mest fylgi á suðurlandi eða 63,2% en fylgi Þóru er þar langminnst eða um 25%.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×