Innlent

Vill að lopapeysur verði merktar framleiðslulandi sínu

„Það eru hundruð íslendinga sem vinna við það að prjóna peysur og ég vill ekki að þessu handverki stafi hætta af erlendri samkeppni." Þetta segir Aðalsteinn Baldurssonar, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar.

Hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar við þáttastjórnendur um það að íslensk fyrirtæki séu nú farin senda lopa erlendis þar sem íslenskar lopapeysur eru framleiddar.

Mikill er hiti er meðal handverkafólks vegna þessa enda er um að ræða lífsviðurværi margra þeirra. Aðalsteinn tekur undir með handverkskonum og körlum sem framleitt hafa og prjónað þessar peysur hér á landi.

Þá gagnrýnir hann fyrirtækin fyrir að merkja ekki peysurnar framleiðslulandi sínu. „Ég hef rætt við þessa aðila sem eru að flytja peysurnar hingað til lands og þeir viðurkenna að merkingar vanti," segir Aðalsteinn. Það er grunsamlegt að það sé ekki tíundað að varan sé framleitt í erlendri verksmiðju eða að erlent vinnuafl hafi komið að framleiðslunni.

„Síðan er þetta selt á Íslandi sem íslensk hönnun úr íslenskum lopa - það stendur ekkert meira á þessum vörum. Við teljum það vera eðlilegt að það standi á peysunum að þær séu framleiddar í Kína eða Lettlandi. Enda eru þær í samkeppni við alíslenskar peysur."

Aðalsteinn segir að Framsýn muni nú afla gagna um framleiðslulöndin, hvernig launamálum er háttað þar og hvernig vinnuaðstæður séu.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.