Innlent

Át 68 pylsur á 10 mínútum

Eins og sjá má voru átökin mikil.
Eins og sjá má voru átökin mikil. mynd/AFP
Bandaríkjamaðurinn Joey Chestnut sannaði á ný ágæti sitt í pylsuáti í dag. Hann torgaði 68 pylsum og bætti þar með sitt eigið met.

Joey bar sigur úr býtum í kappátinu í San Jose í Kaliforníu í dag en hann hefur staðið uppi sem sigurvegari í keppninni síðustu sex ár. Hann hefur hlotið gælunafnið „Kjálkinn."

Á síðasta ári sporðrenndi hann 62 pylsum, en hann gerði enn betur í ár og bætti metið um 16 pylsur. Þetta gerði hann á tíu mínútum.

„Mér líður vel,"sagði Joey í samtali við AP fréttaveituna. „Það var frábært að vinna. Ég gerði mitt besta og ég er strax farinn að hlakka til að taka þátt á næsta ári."

Joey fékk 10 þúsund dollara í sigurverðlaun 1.2 milljón krónur. Þá fékk hann einnig sinnepslitað belti til að taka með heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×