Innlent

Grænlenski unglingurinn á batavegi

Á þessari mynd sést þegar þyrlan lendir á Kulusuk. Einnig sést í flugvél Norlandair..
Á þessari mynd sést þegar þyrlan lendir á Kulusuk. Einnig sést í flugvél Norlandair..
Grænlenska unglingurinn sem var fluttur hingað til landsmeð skotsár í nára er á batavegi. Samkvæmt vakthafandi lækni á Landspítalanum í Fossvogi þá er ástand hans stöðugt. Hann var fluttur í gær með flugvél Norlandair. Drengurinn, sem er þrettán ára gamall, fékk skot í nárann og var fluttur frá Tassilaq til Reykjavíkur. Ekki er ljóst hvernig slysið atvikaðist.

Ekki er ljóst hversu lengi drengurinn verður á Landspítalanum í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá lækni fær sjúkrahúsið nokkuð oft sjúklinga frá austurströnd Grænlands þar sem styttra er að fljúga hingað en til Danmerkur, og sjúkrahúsið hér er aðeins betur búið en sjúkrahúsið í Nuuk.

Þegar beiðnin barst um að flytja drenginn var verið að flytja tvo sjúklinga innanlands en á örskömmum tíma tókst að manna aðra sjúkraflugsáhöfn.

Í flugið fóru flugvél og flugmaður frá Norlandair, flugstjóri frá Mýflugi, sjúkraflutningamaður frá Slökkviliði Akureyrar og svæfingalæknir og svæfingahjúkrunarfræðingur frá FSA.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×