Innlent

Framkvæmdir við Stúdentakjallarann hafnar

BBI skrifar
Framkvæmdir eru hafnar. Í dag var búið að taka upp margar hellur á svæðinu. Stúdentakjallarinn verður í gryfjunni sem sést á myndinni.
Framkvæmdir eru hafnar. Í dag var búið að taka upp margar hellur á svæðinu. Stúdentakjallarinn verður í gryfjunni sem sést á myndinni. Mynd/facebook síða stúdentaráðs
Framkvæmdir við Stúdentakjallarann sem mun rísa við Háskólatorg eru hafnar. Framkvæmdirnar hófust í vikunni.

Stefnt er að því að Stúdentakjallarinn opni 1. desember í vetur. Þá verður framkvæmdum þó ekki lokið enda er stefnan að byggja ofan á Stúdentakjallarann og mynda þannig framlengingu á Háskólatorg.

Í Stúdentakjallaranum verður bar og félagsaðstaða fyrir nemendur Háskóla Íslands. Félagsstofnun stúdenta mun reka kjallarann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×