Innlent

Umferðin gekk áfallalaust fyrir sig í dag

BBI skrifar
Þó umferðin til og frá höfuðborginni hafi verið mikil í dag gekk dagurinn óhappalaust fyrir sig.

Fyrsta helgin í júlí er alla jafna mikil ferðahelgi. Í dag fór stöðugur straumur bíla fór framhjá Selfossi annars vegar og Borgarnesi hins vegar. Umferðin fór að minnka um níu leytið í dag.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi gekk dagurinn áfallalaust fyrir sig og sama er uppi á teningnum á Borgarnesi, lögreglan á svæðinu segir allt hafa gengið óhappalaust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×