Innlent

Mannfall eftir flóð í Rússlandi

mynd/AFP
Að minnsta kosti 78 létust í miklum skyndiflóðum í Krasnodar-héraðinu í suðurhluta Rússlands í nótt. Mikið úrhelli hefur verið á svæðinu síðustu daga, samt sem áður komu flóðin fólki í opna skjöldu.

Talið er að líf yfir 13 þúsund manns hafi raskast vegna flóðanna.

Yfirvöld á svæðinu segja að björgunarsveitir frá Moskvu séu væntanlegar á svæðið.

Flóðin hafa einnig haft áhrif á flutning hráolíu við Svartahaf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×