Innlent

Ræðir við sjálfan sig fyrir 20 árum

Myndband sem kvikmyndagerðarmaður frá Maine í Bandaríkjunum hefur birt á myndbandavefsíðunni YouTube fer nú eins og eldur um sinu á veraldarvefnum. Í myndskeiðinu ræðir maðurinn við sjálfan sig þegar hann var 12 ára gamall.

Jeremiah McDonald skeytti saman myndbandi sem hann tók á sínum yngri árum við myndskeið sem hann tók af sjálfum sér fyrir stuttu — þá 32 ára gamall.

McDonald er kvikmyndagerðarmaður, leikari og framleiðandi. Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli en horft hefur verið á það rúmlega 1.6 milljónum sinnum.

Myndbandið þykir afar áhugavert enda gerir McDonald óspart grín af sjálfum sér. Fátt virðist þó hafa breyst á þessum 20 árum. Yngri og eldri útgáfan hefur enn gaman af Star Wars og breska sjónvarpsþættinum Doctor Who.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.