Umhverfisstofnun kannar siglingar nærri arnarhreiðrum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. júlí 2012 13:15 Mynd/ Af vef Náttúrustofu Umhverfisstofnun kannar ábendingar um ólögmætar siglingar nærri arnarhreiðrum á Breiðarfirði. Engir ungar komust á legg í hreiðrum þar í fyrra. Íslenski haförninn er alfriðaður og nýtur sérstakrar verndar samkvæmt lögum. Frá 15. mars til 15. ágúst er óheimilt að koma nær arnarhreiðrum en 500 metrum nema brýna nauðsyn beri til. Umhverfisstofnun getur þó veitt undanþágu frá þessu banni. Sæferðir í Stykkishólmi óskuðu eftir slíkri undanþágu í ár og vildu sigla nærri arnarhreiðrum á Breiðafirði. Umhverfisstofnun synjaði beiðninni fyrir helgina. Tvö hreiður eru á svæðinu og í hvorugu þeirra komust ungar á legg í fyrra. „Við teljum að það sé viðkvæmt varpið hjá erninum á þessu svæði núna og það hefur aðeins brugðist," segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri laga- og stjórnsýslu hjá Umhverfisstofnun. „Nú það skiptir líka mjög miklu máli að það sé farið að þessum skilyrðum sem hafa verið sett og það hafa verið aðeins vanhöld á því. Þannig að við teljum að til að gæta allrar varúðar þá sé eðlilegast að veita ekki þessa undanþágu núna." Sigrún segir stofnunina hafa fengið upplýsingar um að fyrirtækið hafi hafið siglinar á svæðinu áður en úrskurður Umhverfisstofnunar lá fyrir. „Það var byrjað að sigla áður en að við höfðum lokið okkar afgreiðslu," segir Sigrún. Hún segir ábendingu hafa borist um að fleiri fyrirtæki hafi stundað þarna ólögmætar siglingar. „Það hafa borist ábendingar um að það séu mögulega einhver fleiri fyrirtæki sem að séu að sigla án þess að hafa sótt um undaþágu og fengið. Við munum auðvitað kanna það og það kemur auðvitað bara í ljós í framhaldinu hvernig verður brugðist við því." Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Umhverfisstofnun kannar ábendingar um ólögmætar siglingar nærri arnarhreiðrum á Breiðarfirði. Engir ungar komust á legg í hreiðrum þar í fyrra. Íslenski haförninn er alfriðaður og nýtur sérstakrar verndar samkvæmt lögum. Frá 15. mars til 15. ágúst er óheimilt að koma nær arnarhreiðrum en 500 metrum nema brýna nauðsyn beri til. Umhverfisstofnun getur þó veitt undanþágu frá þessu banni. Sæferðir í Stykkishólmi óskuðu eftir slíkri undanþágu í ár og vildu sigla nærri arnarhreiðrum á Breiðafirði. Umhverfisstofnun synjaði beiðninni fyrir helgina. Tvö hreiður eru á svæðinu og í hvorugu þeirra komust ungar á legg í fyrra. „Við teljum að það sé viðkvæmt varpið hjá erninum á þessu svæði núna og það hefur aðeins brugðist," segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri laga- og stjórnsýslu hjá Umhverfisstofnun. „Nú það skiptir líka mjög miklu máli að það sé farið að þessum skilyrðum sem hafa verið sett og það hafa verið aðeins vanhöld á því. Þannig að við teljum að til að gæta allrar varúðar þá sé eðlilegast að veita ekki þessa undanþágu núna." Sigrún segir stofnunina hafa fengið upplýsingar um að fyrirtækið hafi hafið siglinar á svæðinu áður en úrskurður Umhverfisstofnunar lá fyrir. „Það var byrjað að sigla áður en að við höfðum lokið okkar afgreiðslu," segir Sigrún. Hún segir ábendingu hafa borist um að fleiri fyrirtæki hafi stundað þarna ólögmætar siglingar. „Það hafa borist ábendingar um að það séu mögulega einhver fleiri fyrirtæki sem að séu að sigla án þess að hafa sótt um undaþágu og fengið. Við munum auðvitað kanna það og það kemur auðvitað bara í ljós í framhaldinu hvernig verður brugðist við því."
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira