Innlent

Ófeiminn Íslendingur sigraði í nektarhlaupi Hróaskeldu

Pétur Geir Grétarsson
Pétur Geir Grétarsson mynd/Af vef Politiken
Pétur Geir Grétarsson, 22 ára gamall, bar sigur úr býtum í hinu árlega nektarhlaupi á Hróaskeldu í dag. Það er danski fréttamiðillinn Politiken sem greinir frá þessu.

„Ég sá að hlaupið var á dagskrá og hugsaði með mér að þetta væri eitthvað fyrir vitleysing eins og mig,“ sagði Pétur í samtali við Vísi.

„Ég þurfti að fara í gegnum forkeppni til að komast í hlaupið — þurftum að hlaupa nakinn í gegnum hindranir. Síðan var komið að hlaupinu og heldurðu ég hafi ekki bara unnið með miklum yfirburðum.“

„Það er búið að vera hrikalega gaman,“ segir Pétur aðspurður hvort að Hróaskelduhátíðin hafi staðið undir væntingum þetta árið. „Sigurverðlaunin voru einmitt miði á næstu hátíð. Ég fæ því tækifæri til að verja titilinn.“

Mikill fjöldi fólks fylgdist með hlaupinu en það er skipulagt af Roskilde Festival útvarpsstöðinni.

Mikil rigning er nú í Hróaskeldu. Pétur virðist þó ekki hafa látið það á sig fá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×