Innlent

Kólera á Kúbu

Frá Kúbu.
Frá Kúbu. mynd/AFP
Vísir að kólerufaraldri hefur greinst í Havana, höfuðborg Kúbu. Þrír létust af völdum sjúkdómsins í vikunni í bænum Manzanillo, að því er fram kemur á BBC.

Meira en 50 manns hafa greinst með kóleru og meira en eitt þúsund hafa þegið læknisaðstoð af einhverju tagi.

Stjórnvöld á Kúbu segja að útbreiðsla sjúkdómsins sé í skefjum og fjórir spítalar séu til staðar til að einangra sjúklinga og þar með frekara smit.

Fyrstu sjúklingarnir sem greindust eru sagðir hafa smitast með því að drekka vatn úr menguðum brunnum, en ekki hefur tekist að staðreyna hvar uppruni smitsins liggi.

Heilbrigðisyfirvöld á Kúbu segja að kólera hafi síðast greinst í sjúklingi á eynni skömmu eftir byltinguna 1959.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×