Innlent

Með hjartastuðtæki og stungulyf á gistiheimili

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. mynd/ gva.
Par sem hafði dvalið á gistiheimili á Ísafirði á föstudaginn yfirgaf heimilið án þess að greiða fyrir gistinguna. Parið náðist á flugvellinum, þar sem það var að yfirgefa bæinn, en þegar þau voru spurð út í athæfi sitt vísuðu þau á ferðaþjónustuaðila sem ætti að borga brúsann fyrir þau. Þegar verið var að taka til í herberginu eftir þau fannst þar poki með alls kyns læknavörum í s.s. stungulyf, hjartastuðtæki og fleira. Lögreglan á Vestfjörðum biður þann sem kannast við að eiga þennan varning að hafa samband.

Klukkan fimm að morgni sunnudagsins var tilkynnt um innbrot í Hótel Eddu á Torfnesi. Talsverðar skemmdir voru unnar í kjallara hússins. Málið er í rannsókn hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×