Innlent

Þyrla sækir slasaða í annað skiptið á nokkrum klukkustundum

Önnur beiðni um útkall barst Landhelgisgæslunni um klukkan hálf átta í kvöld þegar þyrlan var að lenda við Landspítalann eftir bráðaflutning á Hólmavík. Þannig varð tveggja bíla árekstur um klukkan fimm í dag fyrir botni Steingrímsfjarðar á Vestfjörðum. Þá var að minnsta kosti einn talinn slasaður.

Óskaði fjarskiptamiðstöð lögreglunnar eftir þyrlunni nú í kvöld til að flytja slasaða eftir umferðaróhapp á Landvegi, móts við Búrfell. Um er að ræða fimm erlenda ferðamenn samkvæmt tilkynningu. Áætlað er að þyrlan lendi við Landspítalann í Fossvogi skömmu fyrir klukkan níu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×