Innlent

„Ótrúlega góð stemning“ á druslugöngu - myndir

BBI skrifar
Gangan hófst við Hallgrímskirkju.
Gangan hófst við Hallgrímskirkju. Mynd/Drusluganga
Fjöldi fólks kom saman með frumleg skilti í góðu veðri og gekk hina Meintu-druslugöngu á laugardaginn var.

Gangan var farin í annað sinn hér á landi í ár. „Þetta voru eflaust nokkur þúsund manns," segir Ásgeir Guðmundsson sem var kynnir á viðburðinum. Hann er ánægður með þá miklu umfjöllun sem gangan hefur hlotið.

„Það var ótrúlega góð stemning og jákvæður andi sem sveif þarna yfir vötnum. Þegar ég vaknaði um morguninn og las leiðarann í Fréttablaðinu þá fannst mér eins og eitthvað væri að gerast. Allir vindar samfélagsins blésu í segl umræðunnar og hún var miklu jákvæðari en verið hefur. Maður fékk á tilfinninguna að það væru einhverjar breytingar að fara að eiga sér stað," segir Ásgeir.

Fylkingin gekk frá Skólavörðuholti, niður Skólavörðustíg og endaði á Lækjartorgi. Þar voru fluttar ræður og spiluð tónlist. Hér á Vísi má skoða myndaalbúm frá göngunni. Myndirnar eru fengnar með góðfúslegu leyfi þeirra sem stóðu að göngunni.

Veðrið lék við göngufara sem margir hverjir báru litrík og sniðug skilti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×