Andrea styður þjóðaratkvæðagreiðslu um samband ríkis og kirkju BBI skrifar 26. júní 2012 21:20 Andrea Ólafsdóttir fær ekki skilið hvers vegna ekki hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um samband ríkis og kirkju. „Samband ríkis og kirkju er ekki órjúfanlegt og það á að vera í höndum þjóðarinnar að ákveða það," segir hún. Samband ríkis og kirkju er stórt og umdeilt mál meðal þjóðarinnar. Andreu finnst sjálfsagt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um nokkur stór mál af þessum toga. „Svona stórar ákvarðanir eiga ekki að vera einungis í höndum 63 kjörinna fulltrúa á Alþingi," segir hún Andrea aðhyllist fullkomið trúfrelsi. Hún kýs að halda trúarskoðunum sínum að mestu leyti fyrir sjálfa sig og vill meina að hún geti ekki útskýrt þær með berum orðum. Hún segist þó trúa á ákveðin gildi, til að mynda hugrekki, heiðarleika, traust, réttlæti, mannúð, náungakærleika og ást. Í gær komst í hámæli að Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Í kjölfarið spurði fréttastofa meðframbjóðendur hennar um trúarskoðanir þeirra og leitaði eftir skoðunum þeirra á sambandi ríkis og kirkju.Hér að neðan eru svör Andreu í heild sinni Ég aðhyllist fullkomið trúfrelsi. Hvaða trú sem hver velur sér eða trúleysi þá er það frjálst val hvers einstaklings. Ég er mjög fráhverf trúboði með blóðsúthellingum og þvingunum því hver sá sem hefur trú á einhverju verður að hafa sitt frelsi og sjálfstæðan vilja til að trúa eða ekki trúa. Ég tel líka að fólk hafi rétt á því að halda trúarskoðunum sínum fyrir sig ef það kýs að gera það. Ég kýs að halda því út af fyrir mig því ég vil ekki og get ekki útskýrt það með berum orðum. Ég get þó sagt að ég aðhyllist og trúi á ákveðin gildi og það eru gildi eins og hugrekki, heiðarleiki, traust, réttlæti, mannúð, náungakærleikur og ást. Ég trúi á að lifa í samræmi við góð gildi og láta gott af mér leiða. Samband ríkis og kirkju er ekki órjúfanlegt og það á að vera í höndum þjóðarinnar að ákveða það. Það hefur verið í umræðunni í stjórnmálum mjög lengi, það kemur upp á landsfundum stjórnmálaflokka og annað slagið inn í samfélagslega umræðu. Ég fæ ekki skilið hvers vegna við höfum ekki haldið þjóðaratkvæðagreislu um nokkur svona stór mál, að þessu meðtöldu, og förum síðan eftir henni. Mér finnst það sjálfsagt mál og þá til að fólkið sjálft taki ákvörðun um það - því svona stórar ákvarðanir eiga ekki að vera einungis í höndum 63 kjörinna fulltrúa á Alþingi. Þannig væri hægt að kjósa um nokkur mál í einu. Við eigum ekki að þurfa að deila um sömu málin árum eða áratugum saman - við eigum einfaldlega að kjósa um þau og taka ákvarðanir sem við fylgjum eftir. Tengdar fréttir Þóra er ekki kristinnar trúar Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Hún er ekki í þjóðkirkjunni og stendur utan trúfélaga. Þetta kom fram í umræðuþættinum Harmageddon á X-inu í dag. 25. júní 2012 23:39 Hannes trúir á Guð Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi, er kristinn og trúir á Guð. Þó hann sé ekki alltaf sammála því sem prestar segja í prédikunum sínum segir hann barnatrúna hafa hjálpað sér á erfiðum stundum. 26. júní 2012 21:38 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Andrea Ólafsdóttir fær ekki skilið hvers vegna ekki hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um samband ríkis og kirkju. „Samband ríkis og kirkju er ekki órjúfanlegt og það á að vera í höndum þjóðarinnar að ákveða það," segir hún. Samband ríkis og kirkju er stórt og umdeilt mál meðal þjóðarinnar. Andreu finnst sjálfsagt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um nokkur stór mál af þessum toga. „Svona stórar ákvarðanir eiga ekki að vera einungis í höndum 63 kjörinna fulltrúa á Alþingi," segir hún Andrea aðhyllist fullkomið trúfrelsi. Hún kýs að halda trúarskoðunum sínum að mestu leyti fyrir sjálfa sig og vill meina að hún geti ekki útskýrt þær með berum orðum. Hún segist þó trúa á ákveðin gildi, til að mynda hugrekki, heiðarleika, traust, réttlæti, mannúð, náungakærleika og ást. Í gær komst í hámæli að Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Í kjölfarið spurði fréttastofa meðframbjóðendur hennar um trúarskoðanir þeirra og leitaði eftir skoðunum þeirra á sambandi ríkis og kirkju.Hér að neðan eru svör Andreu í heild sinni Ég aðhyllist fullkomið trúfrelsi. Hvaða trú sem hver velur sér eða trúleysi þá er það frjálst val hvers einstaklings. Ég er mjög fráhverf trúboði með blóðsúthellingum og þvingunum því hver sá sem hefur trú á einhverju verður að hafa sitt frelsi og sjálfstæðan vilja til að trúa eða ekki trúa. Ég tel líka að fólk hafi rétt á því að halda trúarskoðunum sínum fyrir sig ef það kýs að gera það. Ég kýs að halda því út af fyrir mig því ég vil ekki og get ekki útskýrt það með berum orðum. Ég get þó sagt að ég aðhyllist og trúi á ákveðin gildi og það eru gildi eins og hugrekki, heiðarleiki, traust, réttlæti, mannúð, náungakærleikur og ást. Ég trúi á að lifa í samræmi við góð gildi og láta gott af mér leiða. Samband ríkis og kirkju er ekki órjúfanlegt og það á að vera í höndum þjóðarinnar að ákveða það. Það hefur verið í umræðunni í stjórnmálum mjög lengi, það kemur upp á landsfundum stjórnmálaflokka og annað slagið inn í samfélagslega umræðu. Ég fæ ekki skilið hvers vegna við höfum ekki haldið þjóðaratkvæðagreislu um nokkur svona stór mál, að þessu meðtöldu, og förum síðan eftir henni. Mér finnst það sjálfsagt mál og þá til að fólkið sjálft taki ákvörðun um það - því svona stórar ákvarðanir eiga ekki að vera einungis í höndum 63 kjörinna fulltrúa á Alþingi. Þannig væri hægt að kjósa um nokkur mál í einu. Við eigum ekki að þurfa að deila um sömu málin árum eða áratugum saman - við eigum einfaldlega að kjósa um þau og taka ákvarðanir sem við fylgjum eftir.
Tengdar fréttir Þóra er ekki kristinnar trúar Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Hún er ekki í þjóðkirkjunni og stendur utan trúfélaga. Þetta kom fram í umræðuþættinum Harmageddon á X-inu í dag. 25. júní 2012 23:39 Hannes trúir á Guð Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi, er kristinn og trúir á Guð. Þó hann sé ekki alltaf sammála því sem prestar segja í prédikunum sínum segir hann barnatrúna hafa hjálpað sér á erfiðum stundum. 26. júní 2012 21:38 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Þóra er ekki kristinnar trúar Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Hún er ekki í þjóðkirkjunni og stendur utan trúfélaga. Þetta kom fram í umræðuþættinum Harmageddon á X-inu í dag. 25. júní 2012 23:39
Hannes trúir á Guð Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi, er kristinn og trúir á Guð. Þó hann sé ekki alltaf sammála því sem prestar segja í prédikunum sínum segir hann barnatrúna hafa hjálpað sér á erfiðum stundum. 26. júní 2012 21:38