Innlent

Hannes trúir á Guð

BBI skrifar

Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi, er kristinn og trúir á Guð. Þó hann sé ekki alltaf sammála því sem prestar segja í prédikunum sínum segir hann barnatrúna hafa hjálpað sér á erfiðum stundum.

Honum finnst mikilvægt að viðhalda sambandi ríkis og kirkju. „Ég held að fólk geri sér ekki almennt grein fyrir hversu mikil menning þrífst í skjóli kirkjunnar," segir hann. Hann telur þó mikilvægt að kirkjan nái að endurnýja sig. „Vonandi munu nýir vindar blása um kirkjuna með nýjum biskup!"

Í gær komst í hámæli að Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Í kjölfarið spurði fréttastofa meðframbjóðendur hennar um trúarskoðanir þeirra og leitaði eftir skoðunum þeirra á sambandi ríkis og kirkju.


Tengdar fréttir

Þóra er ekki kristinnar trúar

Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Hún er ekki í þjóðkirkjunni og stendur utan trúfélaga. Þetta kom fram í umræðuþættinum Harmageddon á X-inu í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.