Andrea styður þjóðaratkvæðagreiðslu um samband ríkis og kirkju BBI skrifar 26. júní 2012 21:20 Andrea Ólafsdóttir fær ekki skilið hvers vegna ekki hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um samband ríkis og kirkju. „Samband ríkis og kirkju er ekki órjúfanlegt og það á að vera í höndum þjóðarinnar að ákveða það," segir hún. Samband ríkis og kirkju er stórt og umdeilt mál meðal þjóðarinnar. Andreu finnst sjálfsagt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um nokkur stór mál af þessum toga. „Svona stórar ákvarðanir eiga ekki að vera einungis í höndum 63 kjörinna fulltrúa á Alþingi," segir hún Andrea aðhyllist fullkomið trúfrelsi. Hún kýs að halda trúarskoðunum sínum að mestu leyti fyrir sjálfa sig og vill meina að hún geti ekki útskýrt þær með berum orðum. Hún segist þó trúa á ákveðin gildi, til að mynda hugrekki, heiðarleika, traust, réttlæti, mannúð, náungakærleika og ást. Í gær komst í hámæli að Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Í kjölfarið spurði fréttastofa meðframbjóðendur hennar um trúarskoðanir þeirra og leitaði eftir skoðunum þeirra á sambandi ríkis og kirkju.Hér að neðan eru svör Andreu í heild sinni Ég aðhyllist fullkomið trúfrelsi. Hvaða trú sem hver velur sér eða trúleysi þá er það frjálst val hvers einstaklings. Ég er mjög fráhverf trúboði með blóðsúthellingum og þvingunum því hver sá sem hefur trú á einhverju verður að hafa sitt frelsi og sjálfstæðan vilja til að trúa eða ekki trúa. Ég tel líka að fólk hafi rétt á því að halda trúarskoðunum sínum fyrir sig ef það kýs að gera það. Ég kýs að halda því út af fyrir mig því ég vil ekki og get ekki útskýrt það með berum orðum. Ég get þó sagt að ég aðhyllist og trúi á ákveðin gildi og það eru gildi eins og hugrekki, heiðarleiki, traust, réttlæti, mannúð, náungakærleikur og ást. Ég trúi á að lifa í samræmi við góð gildi og láta gott af mér leiða. Samband ríkis og kirkju er ekki órjúfanlegt og það á að vera í höndum þjóðarinnar að ákveða það. Það hefur verið í umræðunni í stjórnmálum mjög lengi, það kemur upp á landsfundum stjórnmálaflokka og annað slagið inn í samfélagslega umræðu. Ég fæ ekki skilið hvers vegna við höfum ekki haldið þjóðaratkvæðagreislu um nokkur svona stór mál, að þessu meðtöldu, og förum síðan eftir henni. Mér finnst það sjálfsagt mál og þá til að fólkið sjálft taki ákvörðun um það - því svona stórar ákvarðanir eiga ekki að vera einungis í höndum 63 kjörinna fulltrúa á Alþingi. Þannig væri hægt að kjósa um nokkur mál í einu. Við eigum ekki að þurfa að deila um sömu málin árum eða áratugum saman - við eigum einfaldlega að kjósa um þau og taka ákvarðanir sem við fylgjum eftir. Tengdar fréttir Þóra er ekki kristinnar trúar Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Hún er ekki í þjóðkirkjunni og stendur utan trúfélaga. Þetta kom fram í umræðuþættinum Harmageddon á X-inu í dag. 25. júní 2012 23:39 Hannes trúir á Guð Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi, er kristinn og trúir á Guð. Þó hann sé ekki alltaf sammála því sem prestar segja í prédikunum sínum segir hann barnatrúna hafa hjálpað sér á erfiðum stundum. 26. júní 2012 21:38 Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Andrea Ólafsdóttir fær ekki skilið hvers vegna ekki hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um samband ríkis og kirkju. „Samband ríkis og kirkju er ekki órjúfanlegt og það á að vera í höndum þjóðarinnar að ákveða það," segir hún. Samband ríkis og kirkju er stórt og umdeilt mál meðal þjóðarinnar. Andreu finnst sjálfsagt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um nokkur stór mál af þessum toga. „Svona stórar ákvarðanir eiga ekki að vera einungis í höndum 63 kjörinna fulltrúa á Alþingi," segir hún Andrea aðhyllist fullkomið trúfrelsi. Hún kýs að halda trúarskoðunum sínum að mestu leyti fyrir sjálfa sig og vill meina að hún geti ekki útskýrt þær með berum orðum. Hún segist þó trúa á ákveðin gildi, til að mynda hugrekki, heiðarleika, traust, réttlæti, mannúð, náungakærleika og ást. Í gær komst í hámæli að Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Í kjölfarið spurði fréttastofa meðframbjóðendur hennar um trúarskoðanir þeirra og leitaði eftir skoðunum þeirra á sambandi ríkis og kirkju.Hér að neðan eru svör Andreu í heild sinni Ég aðhyllist fullkomið trúfrelsi. Hvaða trú sem hver velur sér eða trúleysi þá er það frjálst val hvers einstaklings. Ég er mjög fráhverf trúboði með blóðsúthellingum og þvingunum því hver sá sem hefur trú á einhverju verður að hafa sitt frelsi og sjálfstæðan vilja til að trúa eða ekki trúa. Ég tel líka að fólk hafi rétt á því að halda trúarskoðunum sínum fyrir sig ef það kýs að gera það. Ég kýs að halda því út af fyrir mig því ég vil ekki og get ekki útskýrt það með berum orðum. Ég get þó sagt að ég aðhyllist og trúi á ákveðin gildi og það eru gildi eins og hugrekki, heiðarleiki, traust, réttlæti, mannúð, náungakærleikur og ást. Ég trúi á að lifa í samræmi við góð gildi og láta gott af mér leiða. Samband ríkis og kirkju er ekki órjúfanlegt og það á að vera í höndum þjóðarinnar að ákveða það. Það hefur verið í umræðunni í stjórnmálum mjög lengi, það kemur upp á landsfundum stjórnmálaflokka og annað slagið inn í samfélagslega umræðu. Ég fæ ekki skilið hvers vegna við höfum ekki haldið þjóðaratkvæðagreislu um nokkur svona stór mál, að þessu meðtöldu, og förum síðan eftir henni. Mér finnst það sjálfsagt mál og þá til að fólkið sjálft taki ákvörðun um það - því svona stórar ákvarðanir eiga ekki að vera einungis í höndum 63 kjörinna fulltrúa á Alþingi. Þannig væri hægt að kjósa um nokkur mál í einu. Við eigum ekki að þurfa að deila um sömu málin árum eða áratugum saman - við eigum einfaldlega að kjósa um þau og taka ákvarðanir sem við fylgjum eftir.
Tengdar fréttir Þóra er ekki kristinnar trúar Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Hún er ekki í þjóðkirkjunni og stendur utan trúfélaga. Þetta kom fram í umræðuþættinum Harmageddon á X-inu í dag. 25. júní 2012 23:39 Hannes trúir á Guð Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi, er kristinn og trúir á Guð. Þó hann sé ekki alltaf sammála því sem prestar segja í prédikunum sínum segir hann barnatrúna hafa hjálpað sér á erfiðum stundum. 26. júní 2012 21:38 Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Þóra er ekki kristinnar trúar Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Hún er ekki í þjóðkirkjunni og stendur utan trúfélaga. Þetta kom fram í umræðuþættinum Harmageddon á X-inu í dag. 25. júní 2012 23:39
Hannes trúir á Guð Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi, er kristinn og trúir á Guð. Þó hann sé ekki alltaf sammála því sem prestar segja í prédikunum sínum segir hann barnatrúna hafa hjálpað sér á erfiðum stundum. 26. júní 2012 21:38