Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrirliði og markvörður Djurgården, gat ekki spilað með liði sínu á móti Linköping í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag og varamarkvörður hennar, Tove Endblom, þurfti að sækja boltann átta sinnum í markið.
Katrín Jónsdóttir, landsliðsfyrirliði, tók við fyrirliðabandinu og lék allan leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 11-0 stórtap. Úrslitin koma mikið á óvart enda bæði liðin í neðri hluta deildarinnar.
Guðbjörg varð að segja sig út úr íslenska landsliðshópnum vegna meiðslanna en Djurgården-liðið er áfram á botni deildarinnar með aðeins 3 stig eftir níu leiki.
Kristianstads DFF tapaði 2-0 fyrir Piteå IF á útivelli í dag en Katrín Ómarsdóttir var eina íslenska stelpan sem spilaði leikinn. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar lið Kristianstad sem tapaði þarna öðrum deildarleik sínum í röð eftir mikla sigurgöngu þar á undan.
Djurgården saknaði Guðbjargar - tapaði 11-0 á móti Linköping
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



