Gekk yfir Grænlandsjökul 13. júní 2012 09:15 Vilborg sem stýrði leiðangrinum segir að ferðin hafi verið mjög ánægjuleg. Vilborg Arna Gissurardóttir og Valdimar Halldórsson luku nýverið leiðangri sínum þvert yfir Grænlandsjökul. Leiðangurinn tók í heildina 29 daga af þeim þurftu þau að bíða af sér fjóra daga í tjaldi á meðan úti geysuðu jökulstormar. Á meðan á leiðangrinum stóð þurftu þau að takast á við margar áskoranir eins og erfitt skíðafæri og veðurfar, brotnar skíðabindingar og að lokum hitabylgju sem gerði það að verkum að jökullinn var ófær vegna krapa og jökuláa á síðustu dagleðinni. Því þurfti teymið að fá far með Air Greenland neðst á jöklinum. Vilborg sem stýrði leiðangrinum segir að ferðin hafi verið mjög ánægjuleg. ,,Það skiptir miklu máli að geta látið sér líða vel í öllum aðstæðum hvort sem úti geysi vond veður eða það sé glampandi sól og blíða. Leiðangur sem þessi er mikil áskorun og maður þarf að vera tilbúin að mæta líkamlegu erfiði sem og óvæntum uppákomum," segir hún. Búnaðurinn dreginn á púlkum yfir jökulinn„Dagarnir hófust á því að klukkan 7 á morgnana byrjuðum við á að bræða vatn í fyrir morgunmatinn og drykkjarvatn fyrir daginn. Að morgunmat loknum gengum við frá dótinu okkar þannig að þegar vatnsbræðslan var búin gátum við stax byrjað að taka niður tjaldið. Skíðað var að jafnaði í 8 – 10 klst á dag. Að skíðadegi loknum hefst vinna við að setja upp búðir, bræða vatn og að lokum snæða kvöldverð. Hægara gengur upp að hæsta punkti austan megin og þar er veður farið einnig erfiðara. Þegar komið er yfir hábunguna fer allt að ganga hraðar og lengri vegalengdir skíðaðar á degi hverjum. Stysti dagurinn var 10 km en sá lengsti rúmlega 54 km. Allur búnaður og vistir eru dregnar á púlkum sem í upphafi vega um 75 kg,“ segir Vilborg.Vel undirbúin og rétt klædd Vilborg og Valdimar fóru vel undirbúin í ferðina og gátu m.a. aðstoðað annan leiðangur sem þau hittu með viðgerðir skíðabindingunum þeirra. Að sögn Vilborgar var mjög gaman að hitta annan leiðangur og geta borið saman bækur og skipst á upplýsingum. „Rétt val á fatnaði skiptir miklu máli fyrir ferð sem þessa og fatnaðurinn frá 66° Norður var fullkominn fyrir þær aðstæður sem við mættum á leiðinni,“ segir Vilborg. Skoða má myndir úr leiðangrinum í meðfylgjandi myndasafni. Vilborg Arna Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir og Valdimar Halldórsson luku nýverið leiðangri sínum þvert yfir Grænlandsjökul. Leiðangurinn tók í heildina 29 daga af þeim þurftu þau að bíða af sér fjóra daga í tjaldi á meðan úti geysuðu jökulstormar. Á meðan á leiðangrinum stóð þurftu þau að takast á við margar áskoranir eins og erfitt skíðafæri og veðurfar, brotnar skíðabindingar og að lokum hitabylgju sem gerði það að verkum að jökullinn var ófær vegna krapa og jökuláa á síðustu dagleðinni. Því þurfti teymið að fá far með Air Greenland neðst á jöklinum. Vilborg sem stýrði leiðangrinum segir að ferðin hafi verið mjög ánægjuleg. ,,Það skiptir miklu máli að geta látið sér líða vel í öllum aðstæðum hvort sem úti geysi vond veður eða það sé glampandi sól og blíða. Leiðangur sem þessi er mikil áskorun og maður þarf að vera tilbúin að mæta líkamlegu erfiði sem og óvæntum uppákomum," segir hún. Búnaðurinn dreginn á púlkum yfir jökulinn„Dagarnir hófust á því að klukkan 7 á morgnana byrjuðum við á að bræða vatn í fyrir morgunmatinn og drykkjarvatn fyrir daginn. Að morgunmat loknum gengum við frá dótinu okkar þannig að þegar vatnsbræðslan var búin gátum við stax byrjað að taka niður tjaldið. Skíðað var að jafnaði í 8 – 10 klst á dag. Að skíðadegi loknum hefst vinna við að setja upp búðir, bræða vatn og að lokum snæða kvöldverð. Hægara gengur upp að hæsta punkti austan megin og þar er veður farið einnig erfiðara. Þegar komið er yfir hábunguna fer allt að ganga hraðar og lengri vegalengdir skíðaðar á degi hverjum. Stysti dagurinn var 10 km en sá lengsti rúmlega 54 km. Allur búnaður og vistir eru dregnar á púlkum sem í upphafi vega um 75 kg,“ segir Vilborg.Vel undirbúin og rétt klædd Vilborg og Valdimar fóru vel undirbúin í ferðina og gátu m.a. aðstoðað annan leiðangur sem þau hittu með viðgerðir skíðabindingunum þeirra. Að sögn Vilborgar var mjög gaman að hitta annan leiðangur og geta borið saman bækur og skipst á upplýsingum. „Rétt val á fatnaði skiptir miklu máli fyrir ferð sem þessa og fatnaðurinn frá 66° Norður var fullkominn fyrir þær aðstæður sem við mættum á leiðinni,“ segir Vilborg. Skoða má myndir úr leiðangrinum í meðfylgjandi myndasafni.
Vilborg Arna Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira